fimmtudagur, apríl 28, 2005

Þá eru mútta og pabbi farin og allt komin í sinn vanagang aftur :( hefði alveg verið til í að hafa þau aðeins lengur hjá mér en við skemmtum okkur alveg konunglega meðan þau voru hérna og vonum að þau komi sem fyrst aftur :o)

Ferðin til Þýskalands var ROSA skemmtileg.... versluðum.... borðuðum..... versluðum..... og ... já bara týpískt ottesen-helgi ferðalag ;) hehehe..... Veðrið var mjög gott alla helgina, fór alveg upp í 24 stiga hita á laugardeginum. Ég lenti samt í því leiðinlega atviki að ég týndi nýja panduru armbandinu mínu :( hélt að ég myndi deyja.... en sem betur fer fannst það rétt áður en ég yfirgaf Þýskaland og bíður mín á pósthúsinu núna þar sem að ég var ekki heima þegar pósturinn kom í dag ;)

Svo erum við búin að kaupa okkur stóla og borð á svalirnar, ágætt að nota bílinn sem pabbi var með á leigu ;) og hvað passar þá betur við en að hafa grill á svölunum líka :o) Buðum svo Herborgu og Bjössa í grillpartý á laugardaginn var og það var ýkt gott... nammi nammi... namm....

Jæja, verð að fara að stytta buxurnar sem ég ætla að fara í á morgun, það er nefnilega árshátíð í skólanum hjá Helga og við ætlum að skella okkur ásamt nokkrum vinum :)

p.s. lofa núna að láta heyra í mér fljótlega..... alltof langt síðan ég skrifaði síðast ;)

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Þá er sko allt orðið hreint og fínt... varð að taka almennilega til fyrst að mútta og pabbi eru að koma í heimsókn á morgun :o) Hlakka ofsa til að fá þau í heimsókn.... Planið er að fara til Þýskalands um helgina, til Hamburgar, og vera þar í tvær nætur :) Síðan á bara að skoða allt mögulegt í Danmörku... eins og til dæmis... tívolíið... bakken.... skólann minn.... fara út að borða og hafa það ýkt næs ;)

Skólinn gengur bara sinn vanagang... erum í teikniviku núna og það verður eitthvað strembið fyrir mig að ná að klára það út af því að ég tek mér frí á föstudaginn til að fara til Þýskalands : / en kennarinn sagði að það væri allt í lagi og ég myndi bara gera eins mikið og ég gæti, þeir eru svo líbó þessir kennarar ;)

Veðrið er búið að vera fínt... mjög hlýtt í dag.. fór alveg upp í 18 stiga hita. Við krakkarnir í skólanum fórum öll í pásunni og keyptum okkur ís og sátum úti... frekar næs ;) vildi að allir dagar héðan í frá væru bara svona góðir :o) En þetta er nú allt að koma.. ekki langt í að sumarveðrið skelli á og maður geti farið að vera í sandölum og pilsum án þess að vera í sokkabuxum ;)

mánudagur, apríl 04, 2005

Páskamaturinn var rosalega góður..... ekki það að maður átti von á neinu öðru ;)

Fínt að vera byrjuð aftur í skólanum eftir páskafríið.... er að verða búin með kjólinn minn... vantar bara að klára pilsið örlítið og þá er hann tilbúinn :o) En það er smá pása á kjólnum núna þar sem að við erum í öðru verkefni... mjög skemmtilegu reyndar, eigum að gera kjól, skyrtu eða jakka á einni viku... sjá hversu fljót við erum að hanna og sauma : / þetta gæti orðið eitthvað tæpt en maður ætlar nú samt að reyna.

Veðrið er búið að vera alveg geggjað síðustu daga... best var það í dag, var örugglega um 15 stiga hiti. Maður nennti náttúrulega engan veginn heim eftir skólann þannig að maður skellti sér bara niður á Nyhavn og keypti sér eina pylsu og sat þar í góða veðrinu og fylgdist með mannlífinu :)