mánudagur, apríl 30, 2007

Jæja.... fullt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast... þar sem að það er nú nokkuð langt síðan ;)

Róm var fínt... keyptum fullt af fötum og auðvitað versluðum við líka eitthvað sjálfar ;) fullt af ódýrum skóm... ekki slæmt ;) hehe...

Fór heim yfir páskana og það var æðislegt... var samt mest allan tíman fyrir norðan með familiunni... komumst á skíði og snjósleða sem var mega gaman... langt síðan maður hefur prófað það :) Skellti mér samt líka á ball með Lindu vinkonu og Heiði systur hennar upp á skaga þar sem að Á móti sól spilaði með Magna og félögum... það var svona lala.. ballið var nefnilega haldið í íþróttahúsinu en ekki á Breiðinni eins og vanalega.. þannig að staðurinn var eiginlega of stór. Mætt svo fersk út aftur til að vinna...

Þóroddur og co eru svo að koma til mín núna á föstudaginn :D get ekki beðið eftir að fá þau í heimsókn... þau verða í rúma viku... var að reyna að gera fínt um helgina áður en að þau mundu koma og ákvað að þrífa gluggana þar sem að þeir voru frekar geðslegir þegar sólin skín á þá ;) Það tók mig tvo tíma að þrífa alla gluggana og ég verð nú bara að segja eins og er að það gekk EKKERT alltof vel :S það er næstum því eins og ég hafi bara verið að dreifa drullunni um allan gluggann hehehe.... ætla aldrei að gerast gluggahreingerningarmaður hehe...

Um síðustu helgi fór ég með Dorte sem vinnur með mér yfir á Fjón þar sem að hún býr í Faaborg, þar sem að þau ætluðu að sjósetja nýja bátinn þeirra.... Það var rosa gaman.. fengum þetta þvílíkt góða veður og grilluðum um kvöldið... svaka stuð :D Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að hún á tvo ketti og einn hund... í litlu húsi og ég er með ofnæmi fyrir köttum... hehehe... þannig að ég byrjaði sem sagt að taka inn ofnæmislyf viku áður en ég fór ;) En þetta gekk allt saman fínt.... já og nota bene ég svaf inni í stofu þar sem að þau eru ekki með neitt auka herbergi og því gat ég ekki lokað að mér eða neitt svoleiðis.. þannig að kettirnir gengu bara um eins og þeir vildu meðan ég svaf ;) hehe... Það var svo frekar fyndið þegar ég vaknaði að þá lá hundurinn við hliðin á mér og einn köttur upp í gluggakistu fyrir ofan mig og hinn sitjandi á borðinu fyrir framan mig... hehehe.. priceless moment ;) En eins og ég sagði þá lifði ég þetta af... og á örugglega eftir að fara aftur þangað í heimsókn. Ég er með fullt af myndum frá þessu þannig að nú þýðir ekkert annað en að setja upp myndasíðu svo þið getið fengið að sjá :) reyni jafnvel að gera það á morgun....

Man ekki meira í bili hvað hefur verið að gerast upp á síðkastið.... læt heyra í mér....