þriðjudagur, september 28, 2004

Jæja, allt að gerast í Köben...

Fullt að gera í skólanum... erum að læra allt varðandi buxur núna.. ossa gaman... :)

Við fórum í dag og keyptum okkur ferð til Prag í haustfríinu... já já svona er það að vera námsmaður... þá hefur maður efni á öllu svona ;) hehehe... Förum þann 9.okt og komum til baka þann 14.okt hlakka mikið til, hef heyrt að það sé gott verð á leðurvörum þarna... hmmm.... kannski maður skoði það eitthvað aðeins og jú auðvitað einhverja áhugaverða staði ;)

Og svo er það kannski ferð til Hamborgar næstu helgi... Þobbi bróðir hans Helga er að spila þar nálægt með unglingalandsliðinu í fótbolta og langar okkur mikið að fara þangað og sjá hann. En þetta kemur vonandi í ljós á morgun....


Adios....

2 Comments:

At 1:53 e.h., Blogger Harpa said...

Loksins fann ég bloggið þitt aftur! Gott að vita að allt gengur vel í Köben :o)
Sjáumst í nóvember, var að borga ferðina mína þannig að núna er "no turning back" ;o)

 
At 1:57 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Þú kjaftar ekki af þér kona góð! Hafði ekki hugmynd um að þú værir með blogg ;) En vertu nú dugleg að skrifa, mann vantar alveg fréttir af þér :)

 

Skrifa ummæli

<< Home