laugardagur, september 08, 2007

Jæja komin helgi eina ferðina enn... ekki að það sé eitthvað slæmt... finnst tíminn bara líða alltof fljótt...


Um síðustu helgi var keppni milli fyrirtækja í kappróðri niður á höfn og vorum við með tvö lið, eitt karlalið og eitt kvenna, við unnum nú ekki fyrir róðurinn en unnum fyrir besta búninginn ;) sem þið getið séð hérna fyrir neðan ;) Síðan var hörkupartý um kvöldið og mikið fjör....


Í dag er síðan planið að kíkja á Íslendingana sem búa hérna.. það er haustfagnaður.. grill og læti í dag og partý í kvöld... langt síðan ég hef hitt þá þannig að það verður spennandi að sjá hvort að einhverjir nýir eru fluttir hingað til :)


Erum byrjuð á nýrri línu í vinnunni og þá er nóg að gera næstu tvær vikurnar... skrítið að vera ein að vinna þetta (þar sem að Dorte er farin í barneignarfrí) en gengur allavega vel eins og er... sjáum hvernig þetta verður allt í næstu viku ;)


þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Góðan daginn.....

Jæja, frekar mikið búið að gerast síðan ég skrifaði síðast....

Kom í stutt stopp heima í júní.. eina viku.. og gerði margt skemmtilegt og hitti alla þá sem mig langaði til að hitta :) Svo fór maður á Justin Timberlake tónleika í Köben og það var sko frekar skemmtileg lífsreynsla... geggjaðir tónleikar ;)

Í byrjun júlí fór ég svo til Barcelona á sýningu með Dorte sem vinnur með mér... sýningin var mjög flott en veðrið hefði alveg mátt vera aðeins betra.. rigndi ekki en við bjuggumst bara við sól og geggjuðu veðri þar sem að við vorum þarna í júlí mánuði ;) Svo á leiðinni heim missti ég af fluginu mínu yfir til Sönderborg :/ hef aldrei áður misst af flugi og var alveg miður mín.. en SAS tók sökina á sig vegna seinkunar frá Barcelona og ég fékk annað flug um kvöldið kl hálf ellefu... frekar seint en fékk þá tækifæri til að hitta Anne-Mette vinkonu mína og borða kvöldmat með henni og svo komu nokkrir félagar hennar í heimsókn og við spiluðum spil :)
Svo var komið að annarri hátíð sem er haldin hérna árlega í Sönderborg... Ringridningsfest :D hún stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags... Það var mjög skemmtilegt... :D tjöld út um allt á stóru svæði og allskonar hljómsveitir í hverju tjaldi.. og auðvitað allir mjög fullir ;) hehe...
Þann 21. júlí átti ég að vera í sumarpartý hjá Anne-Mette og Anders í kaupmannahöfn en endaði á því að fara heim þá helgi alla leið til Íslands í brúðkaup ;) Það var mikið stuð og góð saga á bak við það ;) hí híhí.....
Síðan fékk ég einnig að upplifa hvernig það er að vera viðstödd myndatöku fyrir bæklinga sem fyrirtækið gefur út.. það var mjög skemmtilegt.. en langir dagar.... skemmtilegast var að vera viðstödd þegar teknar voru myndir af krökkunum... þá voru þau líka í fötum sem ég hafði hannað ;)

Í byrjun ágúst komu svo Anne-Metta og Anders í heimsókn til min yfir eina helgi og skemmtum við okkur vel :) kíktum yfir til Þýskalands og auðvitað á næturlífið í Sönderborg ;)
Síðan var komið að sýningunni í Bella Center í kaupmannahöfn sem fyrirtækið er með bás á.. var þar með að setja allt upp og gera þetta og hitt....
Síðustu tvær vikur fóru svo í að ferðast til London og Alicante :D Fór til London með vinnunni og var þar í tvo daga og hélt svo niður til Alicante til að hitta fjölskylduna í fjóra daga :D það var mega gaman og gott veður kom svo heim í síðustu viku og erum við að byrja á nýrri línu í vinnunni þannig að það er nóg að gera.... og sú sem vinnur á móti mér er farin í barneignarfrí :/

Jæja... þarna kom sagan yfir mitt sumar... ætla núna virkilega að reyna að vera duglegri að skrifa og setja myndir inn á nýju heimasíðuna þar sem að ég er búin að taka fullt af myndum ;)

Þangað til næst....

ADios...

laugardagur, maí 19, 2007

Sól sól skín á mig... frábært veður úti... sem er gott mál þar sem að Damefrokost er í dag kl 17 ;) Sem þýðir á íslensku "konufyllerí" hehe... Það er búið að setja upp risa tjald þar sem að við munum borða og drekka þangað til klukkan hálf níu í kvöld... þá verður maður að sjá til hvernig heilsan er hvort að það verður kíkt í bæinn eða haldið heim í sófann ;) hehe... Læt ykkur vita á morgun hvernig þetta gekk allt saman... hef heyrt margar sögur að þetta sé eitthvað rosalegt... gæti jafnvel fengið áfall hvað konur geta orðið fullar.. hehe... já og nota bene.. maður verður að vera með HATT...!?! Sem tengist sporti... hmm.. Sem sagt í gærkvöldi sátum ég og Laila að mála hvíta strandhatta frá HM eins og fótbolta.. hehe... og svo var auðvitað sett smá glimmer og tilheyrandi á ;) og auðvitað stendur Ísland á mínum og Danmörk á hennar... totally cool ;) hehe.. Svo er vinningur fyrir besta hattinn og auðvitað stefnum við á að vinna hehehe... NOT...

Þóroddur og co eru farin heim aftur... geggjað gaman að hafa fengið þau í heimsókn. Gerðum margt skemmtilegt.. fórum meira segja í Legoland :D hef aldrei komið þangað áður.. svaka gaman. Maður verður nú samt að játa það að það var svolítið skrítið að hafa svona marga allt í einu á heimilinu... og ó mæ god þögnin sem var þegar þau voru farin... vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera.... saknaði þeirra sem sagt um leið og þau voru búin að keyra út götuna :( Vona bara að þau komi aftur í heimsókn seinna :)

Ég var í verslunartúr til Þýskalands, Belgíu og Hollands núna í vikunni... versluðum alveg heilan helling... hlakka til að gera næstu línu ;) Eina vesenið var að Visa og mastercard voru í verkfalli og gátum við því ekki verslað í öllum búðunum... alveg glatað... maður er alveg hjálparlaus án þessa kreditkorta ;) hehe... en það sem betur fer lagaðist þegar við komum yfir til Hollands.

Næst á dagskrá er að Dagný móðursystir mín er að koma í heimsókn :D kemur í lok maí og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman... jafnvel keyra eitthvað um og kíkja yfir til Þýskalands... ekki leiðinlegt það...

Jæja best að fara að koma sér í föt og fá sér eitthvað að borða...

knús,
Vallus

mánudagur, apríl 30, 2007

Jæja.... fullt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast... þar sem að það er nú nokkuð langt síðan ;)

Róm var fínt... keyptum fullt af fötum og auðvitað versluðum við líka eitthvað sjálfar ;) fullt af ódýrum skóm... ekki slæmt ;) hehe...

Fór heim yfir páskana og það var æðislegt... var samt mest allan tíman fyrir norðan með familiunni... komumst á skíði og snjósleða sem var mega gaman... langt síðan maður hefur prófað það :) Skellti mér samt líka á ball með Lindu vinkonu og Heiði systur hennar upp á skaga þar sem að Á móti sól spilaði með Magna og félögum... það var svona lala.. ballið var nefnilega haldið í íþróttahúsinu en ekki á Breiðinni eins og vanalega.. þannig að staðurinn var eiginlega of stór. Mætt svo fersk út aftur til að vinna...

Þóroddur og co eru svo að koma til mín núna á föstudaginn :D get ekki beðið eftir að fá þau í heimsókn... þau verða í rúma viku... var að reyna að gera fínt um helgina áður en að þau mundu koma og ákvað að þrífa gluggana þar sem að þeir voru frekar geðslegir þegar sólin skín á þá ;) Það tók mig tvo tíma að þrífa alla gluggana og ég verð nú bara að segja eins og er að það gekk EKKERT alltof vel :S það er næstum því eins og ég hafi bara verið að dreifa drullunni um allan gluggann hehehe.... ætla aldrei að gerast gluggahreingerningarmaður hehe...

Um síðustu helgi fór ég með Dorte sem vinnur með mér yfir á Fjón þar sem að hún býr í Faaborg, þar sem að þau ætluðu að sjósetja nýja bátinn þeirra.... Það var rosa gaman.. fengum þetta þvílíkt góða veður og grilluðum um kvöldið... svaka stuð :D Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að hún á tvo ketti og einn hund... í litlu húsi og ég er með ofnæmi fyrir köttum... hehehe... þannig að ég byrjaði sem sagt að taka inn ofnæmislyf viku áður en ég fór ;) En þetta gekk allt saman fínt.... já og nota bene ég svaf inni í stofu þar sem að þau eru ekki með neitt auka herbergi og því gat ég ekki lokað að mér eða neitt svoleiðis.. þannig að kettirnir gengu bara um eins og þeir vildu meðan ég svaf ;) hehe... Það var svo frekar fyndið þegar ég vaknaði að þá lá hundurinn við hliðin á mér og einn köttur upp í gluggakistu fyrir ofan mig og hinn sitjandi á borðinu fyrir framan mig... hehehe.. priceless moment ;) En eins og ég sagði þá lifði ég þetta af... og á örugglega eftir að fara aftur þangað í heimsókn. Ég er með fullt af myndum frá þessu þannig að nú þýðir ekkert annað en að setja upp myndasíðu svo þið getið fengið að sjá :) reyni jafnvel að gera það á morgun....

Man ekki meira í bili hvað hefur verið að gerast upp á síðkastið.... læt heyra í mér....

laugardagur, mars 17, 2007

Aaattssjúúú.... er það sem ég segi mest af þessa dagana... er með svo mikið kvef að mér finnst ég vera að kafna :( ekkert gaman...

En síðasta helgi var mjög skemmtileg... veðrið var alveg frábært, sól og 12 stiga hiti :) Nina hélt upp á afmælið sitt og þar var mikið fjör og mikið drukkið... og heilsan því ekki svo góð hjá mörgum daginn eftir ;) ég hafði það þó allt í lagi...
Svo á sunnudeginum fór ég til Lailu vinkonu minnar þar sem að hún var að fara á netdate með einhverjum gaur sem hún var búin að vera að tjatta við í einhvern tíma og vildi hún fá hjálp með í hverju hún ætti að fara og svona ;) Hún var samt alveg að deyja úr stressi stelpugreyið... en ég sagði að þetta væri nú ekkert mál og þetta myndi nú örugglega ganga vel ;)
Tveim tímum eftir að hún fór af stað á date-ið þá hringir hún í mig.. og ég hugsaði núnú.. þetta gekk sem sé ekkert alltof vel : / fyrst að hún er strax komin heim.... En hún sagði að þetta hefði gengið allt í lagi þangað til að hann segir að hann þurfi að vera komin heim kl níu til að skila bíl bróður síns sem hann var á... allt í lagi með það... svo eru þau fyrir utan heima hjá Lailu og hann segir að hann verði að segja henni svolítið... og hún hugsar ok.. hann á barn.. hann er giftur.. eða eitthvað álíka.... en nei nei... HANN ER Í FANGELSI..... HAlló... hver fer á date þegar þú ert í fangelsi og fékkst útgönguleyfi um helgina.... hehehehe... ég gat því miður ekki annað en hlegið... hehe... Hún ætlar sem sé ekki að tala meira við þennan gaur og er ekki á leiðinni á annað date í gegnum þetta netdæmi ;) hehe.... frekar fyndið...

Vinnan gengur fínt... erum með deadline í þessari viku og lítur allt út fyrir að við náum því ;) Svo er það bara Róm þann 26.mars og síðan heim í byrjun apríl ;) vúhúúú....

laugardagur, mars 03, 2007

Hello again :)

Er að koma heim yfir páskana :D:D:D vúhúúú..... reyndar verður þetta stutt stopp en æðislegt að komast heim og hitta vini og fjölskyldu :)

Mikið að gera í vinnunni núna erum að fara af stað með pre.sumarlínuna 2008 þannig að næstu tvær vikurnar verða fullbókaðar í vinnu.

Í gær hélt einn af eigendunum (þessi sama og hélt upp á 60 ára afmælið sitt) veislu í fyrirtækinu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins... það var matur og vín... rosa fínt.. og auðvitað eftir kl 15 þegar gestirnir voru farnir þá máttu við koma og fá afgangana ;) hehe... og það endaði síðan með að við sátum fjórar eftir að drekka hvítvín í kaffiteríunni til klukkan 20:30 ;) hehe.. og héldum þá niður í bæ og fengum okkur nokkra drykki þar og svo kom ég heim um eitt leytið í nótt ;) alltaf gaman af svona óvæntum skemmtunum...hehe..
Kvöldið í kvöld verður bara rólegt þar sem að ég þarf að vinna á morgun :( en um næstu helgi ætlum við nokkrar að hittast og halda upp á afmælið hennar Ninu vinkonu.....

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Halló halló....

Þá er held ég komin tími til að láta í mér heyra ;)

Allt gengur fínt hérna í Sonderborg, var að koma úr ferðalagi þar sem að við keyrðum til Þýskalands, Belgíu og Hollands. Það var mikið fjör og mikið verslað.... og auðvitað var maður útkeyrður þegar við komum heim... tekur mikið á að versla svona allan daginn. Síðan er búið að vera þorrblót hérna hjá íslendingunum og það var sko mega skemmtilegt... misgóður matur ;) en góð hljómsveit og tjúttað fram eftir nóttu. Svo á laugardaginn var hélt einn af bossunum mínum frá vinnunni upp á 60 ára afmælið sitt og það var sko gert með prompi og prakt... Hann bauð öllum úr vinnunni og þetta var haldið á fínu hóteli rétt fyrir utan bæinn.. þriggja rétta máltíð og allt borið til borðs og vín og alles... frír bar eftir og hljómsveit... eins og ég segi geggjuð veisla :) Hélt að þetta yrði svona boring 60 ára formleg veisla... en nei nei...

Ég er búin að koma mér ágætlega fyrir í íbúðinni... allt komið á sinn stað, myndir upp á veggi og svona..... reyni að taka myndir og búa mér til heimasíðu svo þið getið nú fylgst aðeins betur með mér ;) Lofa samt engu hvenær það mun gerast hehehe...

Þar til næst.... (vonandi ekki alltof langt í það ;) )

föstudagur, janúar 19, 2007

Er á lífi... það tekur bara ótrulegan tíma að fá þetta blessaða net tengt heim til mín.... en á að fá það þann 26. janúar... á þessu ári ;) Læt í mér heyra um leið og ég verð tengd

knús

miðvikudagur, desember 13, 2006

Ding...ding..ding.......ding..ding.ding.... jolin eru bara eftir 11 daga vuhuu... er ordin megaspennt ;)

Eg, Nina og Pernilla forum um sidustu helgi i verslunarleidangur til Aabenraa sem er bær herna rett hja, thar nadi eg ad kaupa flest allar jolagjafirnar :) og audvitad lika eitthvad handa mer ;) Svo endudum vid reyndar a thvi ad keyra alla leidina til Kolding af thvi ad thar var HM herradeild... thar sem Pernillu vantadi ad kaupa handa kærastanum. Vid akvadum ad fara thangad einhvern timann aftur thar sem ad vid nadum bara ad vera thar i 40 min adur en their lokudu :(

Sidan er jolamatur med vinnunni a fostudaginn.... thad verdur vonandi svaka gaman. Er allavega buin ad kaupa dress svo eg er reddy... vantar bara ad setja sma brunkukrem a mig ;) Iben sem vinnur med mer er buin ad bjoda heim til sin adur thannig ad mer heyrist a flestum ad thad verdur mikid fyllleri og yfirleitt gerir einhvern eitthvad af ser.... og audvitad vona allir ad thad verda ekki their sjalfir ;) Eg er allavega a theirri skodun ad annarhvort verdur thetta mega skemmtilegt eda bara glatad.... vona audvitad that fyrra ;)

Vid skelltum okkur ut a djammid um sidustu helgi og thad var mjog gaman.... donsudum alveg hægri vinstri.... en thvi midur var ekki mikid af sætum gaurum.... :( thannig ad leitin ad draumaprinsinum heldur afram ;)

Jæja, ætla ad fara og glapa a imbann...... later...

sunnudagur, desember 03, 2006

3 vikur i jolin... thetta er alltof fljott ad lida... en thad thydir ad thad styttist i heimferdina :D

Eg og Nina gerum jolafondur a fostudaginn, adventukrans og læti og skreyttum ibudina thannig ad nuna er madur sko virkilega komin i jolafiling :) og morguninn eftir vaknadi eg vid thad ad nagranninn var ad spila heimsum bol... mer fannst nu kannski adeins of snemmt ;) hehe...

Er ad reyna ad skrifa lista hvada jolagjafir eg a ad kaupa... er einhvern veginn alveg i vandrædum thessi jol hvad eg a ad kaupa handa folki... ef einhverjir eru med oskalista tha ma endilega lata mig vita :)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Tha er ny vinnuvika byrjud og er nog ad gera... teikna og teikna og teikna.... ;) Solufundurinn gekk vel og fengum vid ad vita ad fyrstu kaupendurnir voru rosa anægdir med allt saman.

For a skauta a sunnudaginn med islendingafelaginu og thad var mjog gaman. Thad voru 62 sem skradu sig.... sem mer finnst frekar margir... en thad mættu 40 sem var agætis mæting. Thetta var svona flest allt fjolskyldufolk en thad eru vist einhverjir fleiri herna a minum aldri en their mæta yfirleitt bara thegar thad er øl og svoleidis ;) hehe.... Skautasvellid var i rauninni i Thyskalandi, keyrdum nidur ad landamærunum og eftir thad keyrdum vid nidur i Flenchburg og settumst a kaffihus... voda næs... allar budir voru lokadar af thvi ad thad var sunnudagur en thad var buid ad setja upp fullt af jolaskrauti.... langa voda ad fara thangad jafnvel einhvern laugardaginn til ad skoda i budunum og svona ;)

Jæja ætla ad fara og hjalpa Ninu vid ad skipta um vatn i fiskaburinu hennar ;)

laugardagur, nóvember 18, 2006

Fyrsta vinnuvikan buin og gekk hun bara nokkud vel :) Hafdi allavega nog ad gera alla dagana. Sidan er solufundur hja okkur a thridjudaginn og sa dagur verdur vist langur og strangur.... en vonandi gengur thad nu allt vel ;) Thad er samt buid ad vera frekar leidinlegt vedur herna.... rigning og meiri rigning.... en thad er nu samt enntha 12 stiga hiti thannig ad kannski madur ætti ekkert ad vera ad kvarta yfir vedrinu midad vid kuldan sem er heima.

Eg skradi mig i islandingafelagid herna i vikunni og thad verdur farid a skauta um næstu helgi... thad verdur spennandi ad kikja thangad og hitta einhverja islendinga. Veit ekki hvort ad thetta er bara fjolskyldufolk... vona ekki... en thad kemur i ljos ;)

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Er buin ad finna mer ibud :)

Thetta var frekar fyndid.. vorum bara a roltinu i bænum og eg sagdi vid Ninu ad mig langadi svo ad finna mer ibud og tha var hun eitthvad voda mikid ad horfa eitthvert sem reyndist svo vera auglysing um ibud fyrir ofan gullsmid i midbænum. Ibudin er reyndar adeins stærri en eg var buin ad hugsa mer , 125 fermetrar, en hun hafdi bara allt sem eg vildi hafa, thvottavel, thurrkara og uppvoskunarvel og thar ad auki er eg med aukaherbergi fyrir tha sem vilja koma og heimsækja mig ;) Flyt inn i hana thann 1.januar og i desember fæ eg ad mæta og velja liti hvernig hun verdur malud :) jibbiii.. hlakka mikid til ad flytja inn. Eins gott ad thad verdi einhverjar godar utsolur i januar svo eg geti keypt mer eitthvad til ad setja inn i ibudina ;) svo thetta verdi nu bara ekki eitt stort tomarum... hehe...

Verd svo i fyrsta skipti ein herna i Sønderborg fra thridudegi fram a fimmtudag thar sem ad Nina er ad fara i verslunarferd til London med vinnunni. Var ad spa i ad finna mer einhverja ithrottastod til ad byrja ad æfa... allavega skoda hvada moguleika madur hefur herna i bænum ;) Hefdi helst vilja taka fitness stodina med mer sem eg var ad æfa i i køben, hun var algjort ædi :( En eg hlyt nu ad finna eitthvad herna.... vonandi....

föstudagur, nóvember 10, 2006

Tha er Parisarferdin yfirstadin og gekk hun bara agætlega. Fekk ad vita ad fyrsta verslunarferdin er alltaf mjog erfid sem mer fannst gott ad heyra af thvi ad fyrsta daginn var eg alveg ruglud og fann ekki neitt sem passadi inni linurnar hja okkur.... en svo audvitad komst eg i gang daginn eftir og gat verslad fullt ;)

Grimufatapartyid var rosa skemmtilegt, allir voru i rosalega flottum buningum. Eg nadi ad taka einhverjar myndir kemur i ljos hvad eg næ ad gera vid thær... reyni ad setja thær inn einhversstadar ;) Eg vard reyndar agætlega drukkinn og atti thvi mina verstu lestarferd ever kl sjo morguninn eftir... uff ... hun var sko erfid....

Ibudarleitin gengur svona lala... vard reyndar frekar ful i gær thegar vid attum ad hitta gaur kl sex til ad skoda eina ibud og svo mætti gaurinn aldrei...grrr... bidum i næstum halftima og hann svaradi ekki einu sinni simanum... helv.. gaur... En eg held bara afram ad leita ;)