laugardagur, október 02, 2004

Þá er bara vika í Prag, er orðin frekar spennt....

Kíkti aðeins á netið í dag til að skoða hvað það væri sem maður ætti nú helst að skoða þarna í Prag, sem maður hefur heyrt að sé alveg heill hellingur. Svo rakst maður nú á svona eins og 3 moll sem eru þarna nálægt manni ;) maður verður nú aðeins að kíkja í búðir þegar maður fer til útlanda... hva .... ég meina.... það er ekki hægt að sleppa því :)

Fórum í bíó í gær með Herborgu og Bjössa á myndina Termilan með Tom Hanks... hún er mjög fín, mæli alveg með henni. Hef samt aldrei áður farið í bíó hérna úti og fannst mjög fyndið að við pöntum miða á netinu og völdum sæti..... og ef þú mætir ekki tímanlega þá eru miðarnir þínir seldir....sæi þetta í anda ganga heima... og svo er ekkert hlé á myndunum hérna úti sem þýðir að maður þarf sem sagt að hlaða sig upp af poppi, kók og nammi áður en maður fer inn. En sætin voru fín og miðarnir okkar voru ekki seldir, þótt að við hefðum verið í seinni kantinum... eins og sannir Íslendingar eru víst.. hehehee....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home