þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Halló halló....

Þá er held ég komin tími til að láta í mér heyra ;)

Allt gengur fínt hérna í Sonderborg, var að koma úr ferðalagi þar sem að við keyrðum til Þýskalands, Belgíu og Hollands. Það var mikið fjör og mikið verslað.... og auðvitað var maður útkeyrður þegar við komum heim... tekur mikið á að versla svona allan daginn. Síðan er búið að vera þorrblót hérna hjá íslendingunum og það var sko mega skemmtilegt... misgóður matur ;) en góð hljómsveit og tjúttað fram eftir nóttu. Svo á laugardaginn var hélt einn af bossunum mínum frá vinnunni upp á 60 ára afmælið sitt og það var sko gert með prompi og prakt... Hann bauð öllum úr vinnunni og þetta var haldið á fínu hóteli rétt fyrir utan bæinn.. þriggja rétta máltíð og allt borið til borðs og vín og alles... frír bar eftir og hljómsveit... eins og ég segi geggjuð veisla :) Hélt að þetta yrði svona boring 60 ára formleg veisla... en nei nei...

Ég er búin að koma mér ágætlega fyrir í íbúðinni... allt komið á sinn stað, myndir upp á veggi og svona..... reyni að taka myndir og búa mér til heimasíðu svo þið getið nú fylgst aðeins betur með mér ;) Lofa samt engu hvenær það mun gerast hehehe...

Þar til næst.... (vonandi ekki alltof langt í það ;) )

1 Comments:

At 2:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

dugleg að blogga;) hehe...
það er hægt að gera fría myndasíðu á www.dotphoto.com
kv.Lindus

 

Skrifa ummæli

<< Home