laugardagur, mars 17, 2007

Aaattssjúúú.... er það sem ég segi mest af þessa dagana... er með svo mikið kvef að mér finnst ég vera að kafna :( ekkert gaman...

En síðasta helgi var mjög skemmtileg... veðrið var alveg frábært, sól og 12 stiga hiti :) Nina hélt upp á afmælið sitt og þar var mikið fjör og mikið drukkið... og heilsan því ekki svo góð hjá mörgum daginn eftir ;) ég hafði það þó allt í lagi...
Svo á sunnudeginum fór ég til Lailu vinkonu minnar þar sem að hún var að fara á netdate með einhverjum gaur sem hún var búin að vera að tjatta við í einhvern tíma og vildi hún fá hjálp með í hverju hún ætti að fara og svona ;) Hún var samt alveg að deyja úr stressi stelpugreyið... en ég sagði að þetta væri nú ekkert mál og þetta myndi nú örugglega ganga vel ;)
Tveim tímum eftir að hún fór af stað á date-ið þá hringir hún í mig.. og ég hugsaði núnú.. þetta gekk sem sé ekkert alltof vel : / fyrst að hún er strax komin heim.... En hún sagði að þetta hefði gengið allt í lagi þangað til að hann segir að hann þurfi að vera komin heim kl níu til að skila bíl bróður síns sem hann var á... allt í lagi með það... svo eru þau fyrir utan heima hjá Lailu og hann segir að hann verði að segja henni svolítið... og hún hugsar ok.. hann á barn.. hann er giftur.. eða eitthvað álíka.... en nei nei... HANN ER Í FANGELSI..... HAlló... hver fer á date þegar þú ert í fangelsi og fékkst útgönguleyfi um helgina.... hehehehe... ég gat því miður ekki annað en hlegið... hehe... Hún ætlar sem sé ekki að tala meira við þennan gaur og er ekki á leiðinni á annað date í gegnum þetta netdæmi ;) hehe.... frekar fyndið...

Vinnan gengur fínt... erum með deadline í þessari viku og lítur allt út fyrir að við náum því ;) Svo er það bara Róm þann 26.mars og síðan heim í byrjun apríl ;) vúhúúú....

4 Comments:

At 11:39 f.h., Blogger herborg said...

Hrein snilld með þetta date! heheh

Aldeilis verið að nýta sér helgarfríið úr fangelsinu!

 
At 11:11 e.h., Blogger Valgerdur said...

Já það mætti segja það ;) hehe..

 
At 2:37 f.h., Blogger Das Auto said...

Vá hvað þetta með fangelsið er fyndið.. þarf að láta Wada lesa þetta.

 
At 10:41 e.h., Blogger Unknown said...

Vá fyndið hehe :) Við VERÐUM annars að fara að heyrast! Þetta gengur ekki lengur ;) Góða ferð til Róm.

 

Skrifa ummæli

<< Home