laugardagur, mars 03, 2007

Hello again :)

Er að koma heim yfir páskana :D:D:D vúhúúú..... reyndar verður þetta stutt stopp en æðislegt að komast heim og hitta vini og fjölskyldu :)

Mikið að gera í vinnunni núna erum að fara af stað með pre.sumarlínuna 2008 þannig að næstu tvær vikurnar verða fullbókaðar í vinnu.

Í gær hélt einn af eigendunum (þessi sama og hélt upp á 60 ára afmælið sitt) veislu í fyrirtækinu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins... það var matur og vín... rosa fínt.. og auðvitað eftir kl 15 þegar gestirnir voru farnir þá máttu við koma og fá afgangana ;) hehe... og það endaði síðan með að við sátum fjórar eftir að drekka hvítvín í kaffiteríunni til klukkan 20:30 ;) hehe.. og héldum þá niður í bæ og fengum okkur nokkra drykki þar og svo kom ég heim um eitt leytið í nótt ;) alltaf gaman af svona óvæntum skemmtunum...hehe..
Kvöldið í kvöld verður bara rólegt þar sem að ég þarf að vinna á morgun :( en um næstu helgi ætlum við nokkrar að hittast og halda upp á afmælið hennar Ninu vinkonu.....

1 Comments:

At 9:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Í alvöru!! Það verður gaman fyrir þig að komast aðeins heim. Gott hjá þér að drífa þig ;) Við verðum að fara að heyrast á Skype-inu. Ég tók með mér heyrnartólin heim úr vinnunni og var að spá í að reyna að hitta á þig núna um helgina.

 

Skrifa ummæli

<< Home