laugardagur, maí 19, 2007

Sól sól skín á mig... frábært veður úti... sem er gott mál þar sem að Damefrokost er í dag kl 17 ;) Sem þýðir á íslensku "konufyllerí" hehe... Það er búið að setja upp risa tjald þar sem að við munum borða og drekka þangað til klukkan hálf níu í kvöld... þá verður maður að sjá til hvernig heilsan er hvort að það verður kíkt í bæinn eða haldið heim í sófann ;) hehe... Læt ykkur vita á morgun hvernig þetta gekk allt saman... hef heyrt margar sögur að þetta sé eitthvað rosalegt... gæti jafnvel fengið áfall hvað konur geta orðið fullar.. hehe... já og nota bene.. maður verður að vera með HATT...!?! Sem tengist sporti... hmm.. Sem sagt í gærkvöldi sátum ég og Laila að mála hvíta strandhatta frá HM eins og fótbolta.. hehe... og svo var auðvitað sett smá glimmer og tilheyrandi á ;) og auðvitað stendur Ísland á mínum og Danmörk á hennar... totally cool ;) hehe.. Svo er vinningur fyrir besta hattinn og auðvitað stefnum við á að vinna hehehe... NOT...

Þóroddur og co eru farin heim aftur... geggjað gaman að hafa fengið þau í heimsókn. Gerðum margt skemmtilegt.. fórum meira segja í Legoland :D hef aldrei komið þangað áður.. svaka gaman. Maður verður nú samt að játa það að það var svolítið skrítið að hafa svona marga allt í einu á heimilinu... og ó mæ god þögnin sem var þegar þau voru farin... vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera.... saknaði þeirra sem sagt um leið og þau voru búin að keyra út götuna :( Vona bara að þau komi aftur í heimsókn seinna :)

Ég var í verslunartúr til Þýskalands, Belgíu og Hollands núna í vikunni... versluðum alveg heilan helling... hlakka til að gera næstu línu ;) Eina vesenið var að Visa og mastercard voru í verkfalli og gátum við því ekki verslað í öllum búðunum... alveg glatað... maður er alveg hjálparlaus án þessa kreditkorta ;) hehe... en það sem betur fer lagaðist þegar við komum yfir til Hollands.

Næst á dagskrá er að Dagný móðursystir mín er að koma í heimsókn :D kemur í lok maí og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman... jafnvel keyra eitthvað um og kíkja yfir til Þýskalands... ekki leiðinlegt það...

Jæja best að fara að koma sér í föt og fá sér eitthvað að borða...

knús,
Vallus

1 Comments:

At 4:27 e.h., Blogger Unknown said...

Það er greinilega nóg að gera hjá þér þessa dagana :) Það er svo ótrúlega gaman að fá heimsóknir þegar maður býr svona langt í burtu. Hvernig var í gærkvöldi?
Kv. Ragga

 

Skrifa ummæli

<< Home