laugardagur, október 16, 2004

Þá erum við mætt aftur til Köben eftir frábæra ferð til Prag :)

Prag er ekkert smá falleg borg og margt sem maður þarf að sjá og skoða. Hótelið sem við vorum á var bara fínt, stutt að fara í metroið og líka alveg í fínu göngufæri við miðbæinn. Við löbbuðum náttúrulega út um allt og maður er líka smá þreyttur í löppunum. Það var nú ekki mikið verslað þótt að það séu kristalbúðir á öllum hornum ;) Ég fékk samt smá fyrirfram pening í afmælisgjöf og keypti mér ljósan leðurjakka og þessa fínu glerskál á stofuborðið :)
Við tókum líka fullt af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna hérna til hliðar sem segja eiginlega alla ferðasöguna, endilega kíkið og skoðið það.

Hún Sigurbjörg sem vann með mér upp í Nóa var hérna í nokkra daga og ég fór að hitta hana og manninn hennar í gær. Þau komu með þennan fína pakka frá Íslandi til mín frá múttu og pabba, RISASTÓRAN nammipoka og tvo konfektkassa..... alltaf gaman að fá svona sendingu að heiman :o) Ætli maður fari ekki með annan konfektkassann í skólann á þriðjudaginn þegar maður á afmæli og bjóði fólkinu upp á þetta fína Nóa konfekt ;) þá slepp ég allavega við að fara með köku í lestina og metroið.... hehehe...

Annars er bara allt gott að frétta við erum ennþá í haustfríi fram á mánudag, erum bara að slæpast þangað til alvara lífsins hefst aftur, skóli... skóli... skóli....

8 Comments:

At 10:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hellú guys;) jæja ég sé það að það hefur verið gaman í Prag;) að sjálfsögðu.....hlakka til að heyra í ykkur í vikunni;) kv.Linda Dagmar

 
At 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að skoða myndirnar áður en ég skrifaði comment;) heyrðu Vallý hvenær fórst þú að fara á FÓTBOLTALEIKI! hehe...framför;) kúl...

 
At 4:43 e.h., Blogger herborg said...

Nóa konfektið á eftir að gera góða hluti á þriðjudaginn;)

 
At 8:33 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Takk fyrir póstkortið :) Sé að þið hafið skemmt ykkur svaka vel í Prag!!!

 
At 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir póstkortið afmælisbarn;) TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ;) hafðu það gott í dag....kv.Linda Dagmar

 
At 11:12 f.h., Blogger Harpa said...

Til hamingju með afmælið krúsídúlla!!! Vona að þú hafir það svaka gott á afmælisdaginn í Köben, lætur Helga dekra extra mikið við þig ;o)

 
At 12:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Vallý... til hamingju með daginn! Kys og kram, Abba og Hilmar

 
At 1:14 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Til hamingju með daginn sæta!!! Vona að þú hafir það rosa gott í dag - ég er bara ennþá að jafna mig á því að ég fæ enga afmælisköku með hvítu kremi í hæðarbyggðinni :(

 

Skrifa ummæli

<< Home