miðvikudagur, október 20, 2004

Jæja, þá er afmælisdagurinn búinn.... isss... hvað maður er orðin eitthvað gamall :s Aldurinn er strax farinn að segja til sín, ákvað að hjóla í skólann í dag og ég var bara alveg að drepast í hnéinu... og þá hugsaði ég bara jæja.. svona er lífið víst þegar maður er orðinn 25... hí hí hí....

Afmælisdagurinn var mjög fínn. Byrjaði á því að fara í skólann og krökkunum þar fannst sko Nóa konfektið ógeðslega gott... stendur alltaf fyrir sínu ;) Síðan kom ég við í bakaríinu á leiðinni heim og keypti mér smá gott bakkelsi (ætla sko að baka afmælisköku fyrir mig og Helga um helgina ;) með hvítu kremi... of course). Borðaði allt bakkelsið með Helga sem beið heima með pakka og rauðar rósir :o) (ekki var það nú leiðinlegt) og fórum við svo út að borða á Hereford um kvöldið og fengum okkur geggjað góðar steikur með sósu, bakaðri kartöflu og alles.... ummm...

Annars vill ég þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar, alltaf gaman þegar fólk man eftir manni :o) Svo tek ég á móti kossum og knúsum þegar ég kem heim á jólunum ;) hehehee.....

3 Comments:

At 7:08 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

....og hvað var í pakkanum?? Maður er svo forvitinn ;)

 
At 1:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega, hvað var í pakkanum;)hehe....auðvitað klikkar helgi ekki á þessu;) Knúsa þig þegar þú kemur:) kv.LindaD

 
At 7:36 e.h., Blogger Valgerdur said...

Ég fékk voða fínt silfurhálsmen og hring með svona rauða gulli í.... ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home