Loksins komi helgi...
Vikan leið nú samt alveg nógu fljótt. Erum að gera korselett í skólanum sem er rosa gaman, mig hefur alltaf langað til að kunna að gera svoleiðis :) Svo megum við nota það í galakjólinn ef við viljum og ég ætla að nota mitt, finnst svo flott svona korselett ;) Við höldum samt ekki áfram með kjólinn í næstu viku heldur förum við í stilhistory sem mér finnst alveg komin tími til að við förum í, er samt mest hrædd um að dotta ef þetta verður bara svona endalaus fyrirlestur og svoleiðis eins og í háskólanum ;) hehe.. var nefnilega alltaf að dotta þar ;)
Annars gerðum við mest lítið um þessa helgi. Ég skellti mér í boxtíma á föstudaginn og er aðeins að finna fyrir nokkrum strengjum í dag eftir það en þetta var samt helv.. góður tími... held að ég muni halda áfram að fara í þá og þá þýðir ekkert annað en að kaupa sér svona fína hanska og dót. Var að nota það sem var til á stöðinni og hanskarnir þar lykta eins og ég veit ekki hvað....ojjjj.. og hendurnar á mér lyktuðu ennþá eftir að ég var búin að fara í sturtu.. oj bara. Fórum í Bilka í gær og keyptum nýtt hjól handa Helga þar sem að hans var stolið : / Elduðum okkur svo þessa fínu heimagerðu pizzu og horfðum á sjónvarpið það sem eftir var af kvöldinu. Helgi er svo farin upp í skóla í dag og þá bíður mín ekkert annað en að þrífa og taka til, hef ekki nennt því alla vikuna þannig að það þýðir ekkert annað en að koma sér í gang.... ætla samt að elda brúnköku á eftir ;) umm... bara svona svo manni hlakki eitthvað til þegar maður er búin með öll hreinlætisstörfin :o)
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Hvað er að gerast í Danmörku?
Ný MYNDASÍÐA
MYNDASÍÐA
VINIR
HelgiÞórhildur Ýr
Þóra
Íris
Cilla
Herborg
Dröfn
Maggi og Ingibjörg
Linda Dagmar
Abba
Eldri færslur
- Er komin með alveg nóg af flugvélum og flugstöðvum...
- Er á leiðinni heim til Íslands :) Vúhúúú... ætla ...
- ummm... vorum að blanda okkur smoothies-drykk í ný...
- Vorum að setja inn nýjar myndir frá jólunum og ára...
- Úfff.. vorum að koma af æfingu og er frekar þreytt...
- Jæja... maður er nú búinn að vera ansi lengi að ko...
- Þá styttist óðum í það að maður komi heim, bara 2 ...
- Komnar myndir af jólaföndrinu inn á myndasíðuna......
- FAITHLESS..... Tónleikarnir voru bara nokkuð góði...
- Já, gleymdi einu... það fór víst eitthvað lítið fy...
3 Comments:
Well done!
[url=http://mohcpliw.com/irpt/ujws.html]My homepage[/url] | [url=http://dsqlvhlh.com/efol/tfiu.html]Cool site[/url]
Great work!
My homepage | Please visit
Good design!
http://mohcpliw.com/irpt/ujws.html | http://mpkglfhv.com/jmus/gtgt.html
Skrifa ummæli
<< Home