sunnudagur, febrúar 06, 2005

Er á leiðinni heim til Íslands :)

Vúhúúú... ætla að skreppa aðeins heim á klakann... kem á fimmtudaginn og verð 5 daga ;)

Hlakka til að hitta sem flesta......


Vorum á Þorrablóti í gær og það var rosa gaman. Fórum fyrst út að borða, okkur langaði ekki beinlínis í hrútspunga og læti þannig ;) fórum bara á tælenskan stað og skelltum okkur svo á ballið sem var eftir matinn þar sem Á móti sól var að spila.... svaka stuð. Hitti marga sem ég hafði ekki hugmynd um að væru staddir hérna úti í Köben. Síðan er bara afslöppun í gangi í dag, ætla að reyna að byrja að teikna niður einhverjar hugmyndir af galakjólum sem er næst á dagskrá í skólanum hjá mér. Ég skilaði einmitt kápunni minni á föstudaginn og fékk bara mjög góða einkunn fyrir hana :) ég er meira segja bara mjög ánægð með hana, heppnaðist bara vel...

3 Comments:

At 10:55 f.h., Blogger Harpa said...

Heyrðu, það verður gaman að sjá þig! Við HR stelpurnar ætluðum að hittast annað kvöld (þriðjudag) þannig að ég skal senda á þær mail og tékka hvort þær vilji ekki fresta því! Ertu annars ekki laus eitthvað kvöldið?

 
At 11:04 e.h., Blogger Valgerdur said...

ok frábært.. var að svara e-mailinu þínu vona að þú sjáir það og við náum að hittast þegar ég er heima :o)

 
At 12:03 e.h., Blogger herborg said...

Goða ferð og góða skemmtun:)

 

Skrifa ummæli

<< Home