Brrr... kalt kalt...
Já núna er sko orðið kalt hjá okkur, voru bara 0 gráður þegar ég vaknaði í morgun, svo þegar ég fór út í búð í gær þá komu þessu stóru haglél á mig... sá ekki rassgat.... og ekki skemmtilegt að hjóla í svoleiðis veðrið... nei takk... Maður verður að vera vel dúðaður inni hjá sér svo manni verði ekki kalt, ofnarnir eru ekki alveg að virka neitt frábærlega... nema inn á baði hann virkar best ;) Kannski maður kaupi sér bara svona hitara eins og Bjössi og Hebba eru með uppi... þau segja að það virki helv.. fínt :o)
En nóg með veðrið, ég kíkti aðeins í bæinn í gær og það er allt orðið svo jólalegt, í sumum búðum er meira segja byrjað að spila jólalög... fannst það reyndar aðeins of snemmt.. en það er víst komin 21. nóv.. shitt hvað þetta líður hratt... en það þýðir samt að það styttist í heimför ;)
Verð nú samt að kíkja í Tívolíið áður en ég fer heim til að sjá jólastemmninguna þar... það er alveg möst. En fyrst það er orðið svona jólalegt þá var ég að spá í að baka smákökur í dag... ummm.... vona að þær heppnist allavega... hef ekki mikla reynslu í þeim en það kemur í ljós ;)
Já, og svo er auðvitað stefnt á það að gera aðventukrans fyrir næstu helgi... er búin að sjá fullt af dóti til að búa þá til í mörgum búðum... verð bara að vita hvernig ég vill hafa minn svo ég viti hvert ég eigi að fara... hmm.. hef ekki hugmynd um hvernig ég vill hafa hann en ég hef þó viku til að ákveða mig ;)
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Hvað er að gerast í Danmörku?
Ný MYNDASÍÐA
MYNDASÍÐA
VINIR
HelgiÞórhildur Ýr
Þóra
Íris
Cilla
Herborg
Dröfn
Maggi og Ingibjörg
Linda Dagmar
Abba
Eldri færslur
- Komin tími til að skrifa nýjar fréttir... fékk vís...
- Smá þynnka á sunnudeginum... Já, já... haldiði að...
- Danska Idolið var í gærkvöldi, fínt að horfa á það...
- Þá er Helgi loksins orðin 25 ára og búinn að ná mé...
- Helgin búin og var hún bara mjög fín :) Byrjuðum ...
- Jæja, þá er afmælisdagurinn búinn.... isss... hvað...
- Þá erum við mætt aftur til Köben eftir frábæra fer...
- Guð hvað ég var til í að vera með bíl hérna úti í ...
- Komnar nýjar myndir af íbúðinni okkar og einhverju...
- Þá er bara vika í Prag, er orðin frekar spennt.......
3 Comments:
Já, það er algjört möst að fara í Tívolíið, ekkert smá jólalegt þar! Sérstaklega þegar er komið smá myrkur þannig að ljósin fái að njóta sín :o)
Good design!
[url=http://zuyslyfs.com/ulyp/ayoo.html]My homepage[/url] | [url=http://pebpvtoe.com/qjjz/uxmy.html]Cool site[/url]
Good design!
http://zuyslyfs.com/ulyp/ayoo.html | http://uzrxzfxy.com/loiu/fvxs.html
Skrifa ummæli
<< Home