miðvikudagur, mars 23, 2005

Hér er ég :o)

Já, ég er ennþá á lífi ;) Síðustu tvö skipti sem ég hef ætlað að logga mig inn og skrifa eitthvað hérna þá hef ég ekki komist inn... þannig að það er mín afsökun á því hvað það er langt síðan að ég hef skrifað :)

Íris systir og Daniel maðurinn hennar voru í heimsókn hjá okkur yfir helgina, komu á fimmtudaginn og fóru í gær. Mjög gaman að hafa þau í heimsókn og löbbuðum við alveg af okkur lappirnar held ég.....

Við erum bara í rólegheitum hérna núna, erum bæði í páskafríi. Bjarki er að spá í að kíkja til okkar á laugardaginn og planið er svo að elda saman páskamat með Bjössa og Herborgu á sunnudaginn :) ummm.. hlakka til að borða góðan mat... og sérstaklega ef við gerum þennan margrædda Malibu-ís ;) eitthvað fyrir mig....

Annars er stefnan tekin á að reyna að sauma eins og eitt stykki jakkapeysu í páskafríinu... og þá er ekki seinna vænna en að byrja á morgun :/

2 Comments:

At 2:29 e.h., Blogger herborg said...

já, það er kominn tími til að testa þennan ís:)

 
At 3:09 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Loksin komu fréttir ;) En hafðu það rosalega gott um páskana sæta, og það er algjör skylda að borða yfir sig :)

 

Skrifa ummæli

<< Home