laugardagur, mars 26, 2005

Vorum að klára að versla fyrir páskamatinn með Herborgu og Bjössa. Þau voru með þennan rosa kakka í láni frá vini sínum og vorum við algjörir töffarar á rúntinum ;) Ég og Herborg skruppum síðan aðeins í Det Bla Pakhus og það var nú aðeins meira drasl á þeim markaði en við áttum von á náðum samt að versla aðeins... keyptum okkur segul á ísskápinn... allskonar fígúrur ;)

Svo þýddi ekkert annað en að gera þennan umtalaða Malibu-ís og hann var ekkert smá bragðgóður allavega svona ófrystur ;) við bíðum frekar spenntar eftir því að smakka hann á morgun. Þetta verður bara hin fínasta veisla hjá okkur.... svona hljómar matseðillinn:

Forréttur:
Ristað brauð með graflaxi og sósu

Aðalréttur:
Nautalund með bakaðri kartöflu, salati og sósu

Eftirréttur:
Malibu-ís með ferskum ananas og kókos.....

Segiði mér að þetta hljómi ekki vel ;)

Bjarki er síðan komin til okkar í heimsókn og ætlar að skemmta okkur yfir páskana :o)

1 Comments:

At 2:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ummmmm, þetta er nú bara frekar girnilegt!
En alla vega, Gleðilega Páska og ég vona að þið hafið það svaka gott í fríinu :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home