mánudagur, apríl 04, 2005

Páskamaturinn var rosalega góður..... ekki það að maður átti von á neinu öðru ;)

Fínt að vera byrjuð aftur í skólanum eftir páskafríið.... er að verða búin með kjólinn minn... vantar bara að klára pilsið örlítið og þá er hann tilbúinn :o) En það er smá pása á kjólnum núna þar sem að við erum í öðru verkefni... mjög skemmtilegu reyndar, eigum að gera kjól, skyrtu eða jakka á einni viku... sjá hversu fljót við erum að hanna og sauma : / þetta gæti orðið eitthvað tæpt en maður ætlar nú samt að reyna.

Veðrið er búið að vera alveg geggjað síðustu daga... best var það í dag, var örugglega um 15 stiga hiti. Maður nennti náttúrulega engan veginn heim eftir skólann þannig að maður skellti sér bara niður á Nyhavn og keypti sér eina pylsu og sat þar í góða veðrinu og fylgdist með mannlífinu :)

1 Comments:

At 11:37 f.h., Blogger Harpa said...

buuuhhhuhuhhhu, það var 4 stiga frost og snjókoma hérna í morgun :o(

 

Skrifa ummæli

<< Home