mánudagur, október 25, 2004

Helgin búin og var hún bara mjög fín :)

Byrjuðum á því að fara í bíó á föstudaginn, fórum á Bourne Supremacy... okkur fannst hún svona allt í lagi... fyrri myndin var betri.

Svo á laugardaginn þá héldum við upp á afmælið okkar bara með smá kökuboði... Bakaði brúnköku (mömmu uppskrift) með hvítu kremi.... hún heppnaðist svona lala... hún leit kannski ekki alveg eins út og hjá mömmu en hún bragðaðist allavega vel :o) Herborg og Bjössi voru allavega sátt við hana ;) Við fengum þessa fínu afmælisgjöf frá þeim... karöflu og rosa flottan myntbauk.

Á sunnudeginum var svo komin tími á heimilisstörfin... reyndar gáfum við okkur tíma til að fara út að skokka... (ýkt dugleg) hlaupum að litlu hafmeyjunni og þar í kring. Alltaf jafn mikið af ferðamönnum þar, maður sér eiginlega ekki styttuna þar sem að hún er svo pínkulítil...hehehe...

Svo styttist í það að kallinn á afmæli... vúhúú....

1 Comments:

At 4:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hallú! Til hamingju með 25ára ammælið Helgi:) hafðu það gott....nú er komið að Vallý að dekra við þig..heheh...heyrumst. kv.Linda og Stebbi

 

Skrifa ummæli

<< Home