fimmtudagur, apríl 28, 2005

Þá eru mútta og pabbi farin og allt komin í sinn vanagang aftur :( hefði alveg verið til í að hafa þau aðeins lengur hjá mér en við skemmtum okkur alveg konunglega meðan þau voru hérna og vonum að þau komi sem fyrst aftur :o)

Ferðin til Þýskalands var ROSA skemmtileg.... versluðum.... borðuðum..... versluðum..... og ... já bara týpískt ottesen-helgi ferðalag ;) hehehe..... Veðrið var mjög gott alla helgina, fór alveg upp í 24 stiga hita á laugardeginum. Ég lenti samt í því leiðinlega atviki að ég týndi nýja panduru armbandinu mínu :( hélt að ég myndi deyja.... en sem betur fer fannst það rétt áður en ég yfirgaf Þýskaland og bíður mín á pósthúsinu núna þar sem að ég var ekki heima þegar pósturinn kom í dag ;)

Svo erum við búin að kaupa okkur stóla og borð á svalirnar, ágætt að nota bílinn sem pabbi var með á leigu ;) og hvað passar þá betur við en að hafa grill á svölunum líka :o) Buðum svo Herborgu og Bjössa í grillpartý á laugardaginn var og það var ýkt gott... nammi nammi... namm....

Jæja, verð að fara að stytta buxurnar sem ég ætla að fara í á morgun, það er nefnilega árshátíð í skólanum hjá Helga og við ætlum að skella okkur ásamt nokkrum vinum :)

p.s. lofa núna að láta heyra í mér fljótlega..... alltof langt síðan ég skrifaði síðast ;)

4 Comments:

At 11:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtið ykkur vel á árshátíðinni...heyrumst fljótlega:) kv.Linda Dagmar

 
At 10:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
[url=http://quryucls.com/zifu/dnzr.html]My homepage[/url] | [url=http://ibzescoj.com/mzqz/ntuo.html]Cool site[/url]

 
At 10:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
My homepage | Please visit

 
At 10:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
http://quryucls.com/zifu/dnzr.html | http://ioggwzaf.com/bwpm/xdxp.html

 

Skrifa ummæli

<< Home