sunnudagur, maí 22, 2005

Halló!

Þá er eurovision búið... fór í partý í gær með Örnu Rut og Guðrúnu Mörtu ásamt fleiri stelpum.. þar var rosa fjör og hörku keppni í gangi um hver myndi vinna eurovision. Mitt lið og Örnu lið giskuðu bæði á Grikkland og þá varð að hafa frammistöðukeppni til að ákveða hver myndi vinna... hehe.. þau tóku Gleðibankann og við tókum Palla... þetta voru alveg glæst mouve hjá báðum hópunum.. hehe.. eins og ég segi hörku stuð á þessum bæ :o)

Annars er helgin bara búin að vera róleg, sumarið er komið og veðrið er búið að vera rosa gott... mér finnst samt frekar óþæginlegar þessar þrumur sem eru núna stundum út af hitaskúrum og læti.. eitthvað óvanur þessu en þetta hlýtur að venjast ;) Vöknuðum einmitt við massa þrumur í morgun.. :S

Síðan er bara vika í að bræður mínir koma.. jibbííí... hlakka svo mikið til :o)

En jæja.. ætla að fara að kíkja á dagatalið og reyna að skipuleggja þessa vikur sem ég hef til að gera prófverkefnið mitt sem hefst á morgun....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home