sunnudagur, maí 01, 2005

Það var rosa stuð á árshátíðinni :)

Byrjuðum á því að hittast nokkur heima hjá Svenna sem er með Helga í skólanum og þar var grillað og fengið sér smá í glas. Síðan var lagt af stað upp í Lyngby, sem var sko alveg ágætis ferðalag, en sem betur fer voru allir með bjór í farteskinu og auðvitað létum við eina eplasnafs ganga á milli svo það myndi nú ekki fara að renna af fólki á leiðinni á ballið... hehehe.... Þetta leiddi samt til þess að margir voru í spreng og er það nú aðeins verra fyrir stelpurnar heldur en strákana.... þið vitið hvað ég meina ;)
En við komumst á ballið og skemmtum okkur alveg konunglega, tókum alveg góða sveiflu á gólfinu ;) þökk sé Jón Auðunni dansmeistara... hehehe.... ég ætla að reyna að setja inn myndir frá árshátíðinni í kvöld ;)

Gerðum síðan mest lítið í gær, Helgi þurfti að fara í skólann og vinna í einhverju verkefni og ég skellti mér á svona design dæmi í Forum..... þetta minnir mann svona á dæmið þarna í Perlunni þar sem allskonar merkjavara er á lægra verði... alltaf gaman að róta í einhverju svoleiðis og skoða :)

4 Comments:

At 8:58 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Sé að það hefur verið svaka stuð á árshátíðinni :) Við erum að fara á árshátíð á laugardaginn en býst nú ekki við því að eplasnafs flaskan verði með í þeirri för ;)
Svo er það nú einu sinni þannig að þegar fólk er í prófum finnst því voða gaman að skoða myndir á netinu.....þannig að nýjar myndir sem fyrst takk!!!!! :)

 
At 9:02 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

hummm....veit ekki af hverju nafnið mitt hefur dottið út?!?! Þetta var allavega bara ég að kvarta ;)
Kv. Þórhildur.

 
At 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Great work!
[url=http://qvqdjxoh.com/xcwx/dodo.html]My homepage[/url] | [url=http://ipvvrcwn.com/zbix/kpkf.html]Cool site[/url]

 
At 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Great work!
http://qvqdjxoh.com/xcwx/dodo.html | http://wxocspdc.com/dqpk/cgpk.html

 

Skrifa ummæli

<< Home