mánudagur, nóvember 01, 2004

Þá er Helgi loksins orðin 25 ára og búinn að ná mér ;) hehehee....

Við gerðum nú ekki mikið á afmælisdaginn hans þar sem hann var svo lengi í skólanum :( En við fórum út að borða og höfðum það svo næs heima :o)

Veðrið er búið að fara svolítið kólnandi... orðið aðeins kaldara að hjóla á morgnanna og frekar freistandi að taka bara lestina... en ef maður ætlar að halda sér í einhverju formi hérna úti þá er það bara gjöra svo vel að hjóla í skólann takk fyrir....

Erum á fullu að vinna í blússu/skyrtu í skólanum... það er aðeins flóknara en pils og buxur.. en mjög gaman samt.. getum verið smá flókið að koma erminni í... hmmn...... en gekk að lokum :) Þá er bara að finna sér efni sem manni langar að gera fallega blússu úr..... hef ekki hugmynd um hvernig mig langar að gera en vonandi fæ ég eitthvað insperation í efnabúðinni.

Svo er eitt comment varðandi Danina... hvað er málið með guagamole... það eru allir með þetta... þeir setja það á venjulegt brauð, rúgbrauð.. og hytteost (kotasælu) ofan á... og auðvitað salt og pipar.... ég held að allir nema íslensku stelpurnar í skólanum borði þetta í hádeginu... ég ekki alveg skilja þetta.... kannski ég ætti bara að prufa að kaupa þetta og skella þessu á brauð ;)


4 Comments:

At 7:39 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Guacamole ofan á brauð?!?! Hélt að það væri nú bara með mexíkönskum mat ;)

 
At 8:23 e.h., Blogger herborg said...

Ertu ekki að meina avocado:), sem er auðvitað aðaluppistaðan í guacamole...hehe

Ég hef prófað þetta, og þetta er mjög gott með pipar líka og kannski tómötum.

Hef hinsvegar furðað mig á því að "danskar gulrótastelpur" eru að borða þetta þar sem avocado er 70% fita;)

 
At 11:55 f.h., Blogger Harpa said...

Já, ég ætlaði einmitt að commenta á það, að ef þú ætlar að fara að borða avocado/guacamole ofan á brauð í öll mál þá þarftu nú að hjóla soldið mikið ef þú ætlar að halda þér í formi ;o) Feitasti ávöxtur sem til er! Bara smá svona useless information...

 
At 5:22 e.h., Blogger Valgerdur said...

Já, ég var eiginlega að meina avocado... hehehe... ruglaðist aðeins... kannski af því að ég borða avocado einmitt bara í svona guagamole ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home