miðvikudagur, september 07, 2005

Jæja, þá erum við aftur orðnir Danir....

Skólinn byrjaður á fullu hjá okkur báðum og nóg að gera :)

Mamma hans Helga er í heimsókn hjá okkur núna og verður þangað til á föstudaginn. Við sjáum nú ekki mikið af henni þar sem að hún er á einhverri ráðstefnu hérna og það er alltaf nóg að gerast allan daginn og á kvöldin ;)

Veðrið er búin að vera rosa fínt hjá okkur, ekki alveg jafn heitt og það var í Tyrklandi ;) en mjög hlýtt og gott. Annars var Tyrklandsferðin mjög skemmtileg.... allavega þangað til að allir fengu í magann og urðu frekar slappir ;) hehe... Við setjum örugglega inn myndir fljótlega...

1 Comments:

At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já endilega setja inn myndir;)..kv.Linda D

 

Skrifa ummæli

<< Home