föstudagur, október 07, 2005

Sólin yfirgaf okkur ekki lengi.. er mætt aftur og það var alveg 20 stiga hiti í dag :) ekki slæmt það.. samt frekar óþæginlegt að reyna að ákveða hvernig maður á að fara klæddur út á morgnanna... það er frekar kalt á morgnanna þannig að maður þarf að fara í úlpu en svo veit maður aldrei hvernig veðrið er orðið þegar maður á svo að hjóla heim aftur ;)

Við skiluðum kjólunum okkar í dag.. það gekk bara mjög vel :D Reyndar þegar ég átti svo að fara úr honum aftur (var samt nb. búin að prufa hann margoft) að þá fór rennilásinn í einhverja flækju og við gátum ekki rennt honum niður aftur.. þannig að ég var föst í kjólnum þangað til að við náðum að spretta upp rennilásinn svo ég kæmist nú úr kjólnum aftur ;) hehehe... þetta gerðist samt sem betur fer allt saman eftir einkunnargjöfina ;) hehe...
Ég tók myndir af öllum kjólunum sem voru tilbúnir reyni að setja það inn sem allra fyrst á myndasíðuna :)

Helgi skrapp til Íslands yfir helgina þannig að ég verð bara eitthvað að dandalast hérna. Svo eigum við von á múttu og pabba aftur næsta laugardag... þá koma þau til baka frá Bangkok :) heyrði í þeim áðan og þau eru víst á einhverri geðveikri svítu á 34 hæð... vúhaa... ég væri sko meira en til í að vera þarna með þeim....

3 Comments:

At 5:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er bæði búin að "kítla" þig og "klukka" þig á síðunni minni;) hmmmm verður að gera eitthvað í þessu...kv.Linda D

 
At 3:35 e.h., Blogger Harpa said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SKVÍSA :o)

 
At 12:54 f.h., Blogger herborg said...

til lukku með afmælið:)

 

Skrifa ummæli

<< Home