þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Smá þynnka á sunnudeginum...

Já, já... haldiði að maður hafi bara ekki skellt sér á djammið á laugardaginn :) í fyrsta skipti síðan maður flutti hingað til Danmerkur.... maður er náttúrlega orðin pinku gamall... common...

Við hittumst nokkrir krakkar sem voru með Helga í bekk í MS. Byrjuðum á því að hita upp hjá Bjössa og Hebbu upp á fimmtu hæð og síðan var haldið á mexikanskan stað að borða.. sem var mjög gott.. fengum okkur bara öll hlaðborð. Þaðan var svo haldið á Park skemmtistaðinn sem er hérna rétt hjá okkur og tjúttuðum þar fram á rauða nótt. Þar var meira segja hægt að fá sér svona eplatóbak.... og auðvitað varð maður að prufa það.. fann nú miklu meira lakkrísbragð en epla... en það skiptir víst ekki öllu ;)

Á föstudagskvöldinu fórum við líka að hitta nokkra krakka. Einn íslenskur strákur sem er með Helga í bekk bauð okkur heim til sín. Aðal pointið með sögunni er að þau eru sem sagt að leigja íbúð og með íbúðinni fylgdi köttur sem er á hjartalyfjum...?!?!?!? Hehehehe.... frekar fyndið.... fínt að skilja bara köttinn eftir og lyfin ;)

Sunnudagurinn fór svo bara í þynnku og pizzuát... ummm... pizza...

7 Comments:

At 12:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á maður að trúa að Mr. & Mrs. AntiSmoke hafi verið að reykja tóbak. Myndir takk fyrir...

GM

 
At 4:31 e.h., Blogger Valgerdur said...

Þetta festist því miður ekki á filmu.... held ég alveg örugglega... þú verður bara að treysta sögunni ;)

 
At 4:31 e.h., Blogger Valgerdur said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 12:09 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Heyrðu, varla ertu ennþá þunn ;) Nýjar fréttir takk!!!

 
At 11:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Great work!
[url=http://jozprpko.com/nsgz/bwru.html]My homepage[/url] | [url=http://qckkvvcp.com/phpm/pyba.html]Cool site[/url]

 
At 11:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Well done!
My homepage | Please visit

 
At 11:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Well done!
http://jozprpko.com/nsgz/bwru.html | http://flmtmxfv.com/aciv/ciup.html

 

Skrifa ummæli

<< Home