mánudagur, desember 13, 2004

Þá styttist óðum í það að maður komi heim, bara 2 dagar.... úlalla...

Helgi er á fullu í skólanum núna að klára að skila verkefnum og ritgerðum og alles... Hjá mér er það aftur á móti frekar rólegt... kláraði kjólinn minn á föstudaginn var og núna er ég bara í teikniviku og að læra að suma í teygjuefni ;) ekki flókin vika... hehhe...

En á föstudaginn þá héldum ég og bekkurinn minn svona Julefrokost... það var rosa stuð, vorum heima hjá einni og elduðum þar... frikadellur, rauðsprettu, og svo var síld og lax og eitthvað fleira gómsæt... samt svolítið öðruvísi jólahlaðborð en maður er vanur en þetta var allt í lagi :) Síðan djömmuðum við bara fram á nótt... tók einhverjar myndir... veit ekki hvort að ég næ að setja þær inn áður en ég fer heim en ég skal reyna mitt besta... Frekar góðar myndir af einum strák sem er með mér í bekk sem er aðeins 18 ára og er hommi... og þá meina ég geðveikur hommi.. en hann er samt alveg frábær :) Já, og auðvitað verð ég að nefna að við fórum í stoppdans.....?!?!?! nákvæmlega.. hef ekki farið í það í ég veit ekki hvað mörg ár... en það var frekar mikið stuð og mikið hlegið ;)

Annars var helgin róleg... náði að versla einhverjar fleiri jólagjafir og pakka þeim öllum inn :) og skrifaði jólakortin í gærkvöldi... mjög fegin að vera bara búin að þessu... get þá eytt meiri tíma í að bögga fólk þegar ég kem heim ;) hehehe....

En jæja, þá held ég að það verði ekki skrifað mikið meira fyrr en maður kemur aftur út í janúar... nema maður kíkji nú aðeins á þessa heimasíðu heima og skrifi nokkur orð ;) aldrei að vita.....

3 Comments:

At 2:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá ykkur:) góða ferð heim...kv.Linda D

 
At 11:41 f.h., Blogger Harpa said...

Tek undir með stúlkunum hér að ofan, Góða ferð heim og hlakka til að sjá þig :o)

 
At 12:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja....þú ert ekkert að standa þig í að setja inn nýjar myndir;)...kv.LindaD

 

Skrifa ummæli

<< Home