miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Komin tími til að skrifa nýjar fréttir... fékk víst smá spark í rassinn frá vissum aðila ;)

Helgin var frekar róleg hjá okkur, vaknaði snemma á laugardaginn... allavega fyrr en vanalega... og skellti mér út að skokka :) það var svo fallegt veðrið að maður gat bara ekki verið inni. Kuldinn er samt alveg farinn að gera vart við sig hérna mér er meira segja byrjað að vera kalt á tánum þegar ég hjóla í skólann...brrr.. þarf held ég að kaupa mér svona múmbúts... (hvernig sem maður skrifar það nú) allir í svoleiðis núna ;)

Harpa og Jón Gunnar voru líka hérna um helgina með vinnunni hennar Hörpu. Fékk þau í heimsókn á sunnudeginum, rosa gaman að fá einhverja í heimsókn :o) Þau voru nú ekki alveg við bestu heilsu... hehehe... en það var alveg skiljanlegt ;) Við röltum svo frá mér og að litlu hafmeyjunni... sem er aðeins minni en flestir búast við.. hehehe... og alla leið niður í bæ.

Erum á fullu núna í skólanum að gera grunnsnið fyrir kjól... svo í næstu viku þá er svona teiknikennsla, fínt að læra að teikna þar sem að maður er ekki alveg nógu góður í því.

Svo er ég að gleyma aðalatriðinu... danska Idolið endaði í gær og ég og Herborg skelltum okkur til hennar Möggu og horfðum á það þar.... held að við höfum borðað aðeins of mikið nammi... Magga var nýkomin frá Íslandi og þá meina ég nýkomin ca. 20 mín áður en við komum ;) og hún var sko með veitingar í boði... þristar, sportlakkrís, harðfiskur, lindt súkkulaðikúlur, nóakropp og svo mætti endalaust telja... ummm.. það var samt gott. En Idolið endaði með sigurvegaranum sem við vorum sáttar við... annars hefðum við þurft að klára allt nammið.. og þá værum við sko ennþá hjá Möggu ;)

5 Comments:

At 12:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þú ert komin í kjólahönnunina ertu þá ekki að verða fær í hönnun og saumun á brúðarkjól?!? Annars sitjum við sveitt yfir íslenska idolinu öll föstudagskvöld Lisebet vinkona er þar meðal keppenda og við verðum náttúrulega að vona að hún standi sig best og við og þið getið haldið með henni ;) biðjum að heilsa til Köben XXX Þórey Sjöfn og co

 
At 9:25 e.h., Blogger Valgerdur said...

Ekki málið að sauma brúðarkjól ;) við lærum meira segja eftir áramót að gera svona galakjóla.... þá ætti nú ekki að vera vandamál að breyta því í eitt stykki brúðarkjól

 
At 9:43 f.h., Blogger herborg said...

vá hvað það væri cool;)!

 
At 11:45 e.h., Blogger Harpa said...

Takk kærlega fyrir okkur um síðustu helgi :o) Rosa gaman að hitta þig og sjá íbúðina og svona. Hlakka til að kíkja aftur í heimsókn, þá vonandi í betra ástandi ;o)

 
At 1:53 f.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Takk fyrir nýjustu fréttir :) Vesen að þú hafir ekki byrjað í skólanum í fyrra, þá hefðirðu kannski geta saumað brúðarkjól á mig ;) En svo ég standi mig nú í rassaspörkunum að þá vantar líka nýjar myndir af ykkur!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home