mánudagur, nóvember 29, 2004

Já, gleymdi einu... það fór víst eitthvað lítið fyrir aðventukransinum sem ég ætlaði að gera.... en ég set kannski bara saman fjóra spritkertastjaka sem ég á og skreyti í kringum þá ;)

Jól.. jól.. jól

Núna er ég komin í massa jólaskap, við fórum nefnilega í Tívolíið á laugardaginn og það var geðveikt... allt í jólaljósum, fullt af litlum húsum og skautasvell. Það var reyndar svolítið troðið en það var samt bara stemmning ;)

Ingibjörg og Maggi voru í heimsókn um helgina, ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn. Við fórum á Louisiana safnið í Humlebæk sem var svona lala... bjóst við meira af skúlpturum og svoleiðis en þetta voru aðallega bara myndir af blómum.. sem var víst þemað í þessari sýningu. Síðan fórum við út að borða og þá komu Hildur og Gummi líka, þau voru með litla guttann sinn algjört krútt. Síðan var stefnt á djamm á laugardeginum en við urðum aðeins lengur í Tívolíinu en ætlað var og borðuðum því seinna og kvöldið fór bara frá okkur en við fengum okkur nú samt smá í glas og tjöttuðum hérna heima hjá okkur, sem var bara fínt. Á sunnudeginum röltum við um bæinn og núna er eiginlega allt opið á sunnudögum fram að jólum.... komin tími til ... það er allt svo dautt á sunnudögum, og haldiði að maður hafi bara ekki fengið sér smörrebrauð í Nyhavn.. fékk mér með paté, beikon og sveppum... umm... mjög gott

Síðan tók skólinn við í morgun... sem er ekki slæmt er að vinna í jólakjólnum mínum ;) Svo á morgun erum við að fara á Faithless tónleika... úúú.. það verður vonandi gaman :o) læt ykkur vita hvernig þeir voru....

laiter...

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Brrr... kalt kalt...

Já núna er sko orðið kalt hjá okkur, voru bara 0 gráður þegar ég vaknaði í morgun, svo þegar ég fór út í búð í gær þá komu þessu stóru haglél á mig... sá ekki rassgat.... og ekki skemmtilegt að hjóla í svoleiðis veðrið... nei takk... Maður verður að vera vel dúðaður inni hjá sér svo manni verði ekki kalt, ofnarnir eru ekki alveg að virka neitt frábærlega... nema inn á baði hann virkar best ;) Kannski maður kaupi sér bara svona hitara eins og Bjössi og Hebba eru með uppi... þau segja að það virki helv.. fínt :o)

En nóg með veðrið, ég kíkti aðeins í bæinn í gær og það er allt orðið svo jólalegt, í sumum búðum er meira segja byrjað að spila jólalög... fannst það reyndar aðeins of snemmt.. en það er víst komin 21. nóv.. shitt hvað þetta líður hratt... en það þýðir samt að það styttist í heimför ;)
Verð nú samt að kíkja í Tívolíið áður en ég fer heim til að sjá jólastemmninguna þar... það er alveg möst. En fyrst það er orðið svona jólalegt þá var ég að spá í að baka smákökur í dag... ummm.... vona að þær heppnist allavega... hef ekki mikla reynslu í þeim en það kemur í ljós ;)

Já, og svo er auðvitað stefnt á það að gera aðventukrans fyrir næstu helgi... er búin að sjá fullt af dóti til að búa þá til í mörgum búðum... verð bara að vita hvernig ég vill hafa minn svo ég viti hvert ég eigi að fara... hmm.. hef ekki hugmynd um hvernig ég vill hafa hann en ég hef þó viku til að ákveða mig ;)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Komin tími til að skrifa nýjar fréttir... fékk víst smá spark í rassinn frá vissum aðila ;)

Helgin var frekar róleg hjá okkur, vaknaði snemma á laugardaginn... allavega fyrr en vanalega... og skellti mér út að skokka :) það var svo fallegt veðrið að maður gat bara ekki verið inni. Kuldinn er samt alveg farinn að gera vart við sig hérna mér er meira segja byrjað að vera kalt á tánum þegar ég hjóla í skólann...brrr.. þarf held ég að kaupa mér svona múmbúts... (hvernig sem maður skrifar það nú) allir í svoleiðis núna ;)

Harpa og Jón Gunnar voru líka hérna um helgina með vinnunni hennar Hörpu. Fékk þau í heimsókn á sunnudeginum, rosa gaman að fá einhverja í heimsókn :o) Þau voru nú ekki alveg við bestu heilsu... hehehe... en það var alveg skiljanlegt ;) Við röltum svo frá mér og að litlu hafmeyjunni... sem er aðeins minni en flestir búast við.. hehehe... og alla leið niður í bæ.

Erum á fullu núna í skólanum að gera grunnsnið fyrir kjól... svo í næstu viku þá er svona teiknikennsla, fínt að læra að teikna þar sem að maður er ekki alveg nógu góður í því.

Svo er ég að gleyma aðalatriðinu... danska Idolið endaði í gær og ég og Herborg skelltum okkur til hennar Möggu og horfðum á það þar.... held að við höfum borðað aðeins of mikið nammi... Magga var nýkomin frá Íslandi og þá meina ég nýkomin ca. 20 mín áður en við komum ;) og hún var sko með veitingar í boði... þristar, sportlakkrís, harðfiskur, lindt súkkulaðikúlur, nóakropp og svo mætti endalaust telja... ummm.. það var samt gott. En Idolið endaði með sigurvegaranum sem við vorum sáttar við... annars hefðum við þurft að klára allt nammið.. og þá værum við sko ennþá hjá Möggu ;)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Smá þynnka á sunnudeginum...

Já, já... haldiði að maður hafi bara ekki skellt sér á djammið á laugardaginn :) í fyrsta skipti síðan maður flutti hingað til Danmerkur.... maður er náttúrlega orðin pinku gamall... common...

Við hittumst nokkrir krakkar sem voru með Helga í bekk í MS. Byrjuðum á því að hita upp hjá Bjössa og Hebbu upp á fimmtu hæð og síðan var haldið á mexikanskan stað að borða.. sem var mjög gott.. fengum okkur bara öll hlaðborð. Þaðan var svo haldið á Park skemmtistaðinn sem er hérna rétt hjá okkur og tjúttuðum þar fram á rauða nótt. Þar var meira segja hægt að fá sér svona eplatóbak.... og auðvitað varð maður að prufa það.. fann nú miklu meira lakkrísbragð en epla... en það skiptir víst ekki öllu ;)

Á föstudagskvöldinu fórum við líka að hitta nokkra krakka. Einn íslenskur strákur sem er með Helga í bekk bauð okkur heim til sín. Aðal pointið með sögunni er að þau eru sem sagt að leigja íbúð og með íbúðinni fylgdi köttur sem er á hjartalyfjum...?!?!?!? Hehehehe.... frekar fyndið.... fínt að skilja bara köttinn eftir og lyfin ;)

Sunnudagurinn fór svo bara í þynnku og pizzuát... ummm... pizza...

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Danska Idolið var í gærkvöldi, fínt að horfa á það, fór eins og ég vildi.... skil kannski ekki mikið hvað dómararnir eru að segja en sé allavega hver er rekinn heim ;) svo er fínt að dobbla Herborgu til að horfa á það með sér svo hún geti útskýrt aðeins fyrir manni... hehehe...

Fékk gefins í dag Gestgjafa-blaðið með 120 köku og eftirréttauppskriftum.... ummm... nammi nammi namm.... ekkert smá girnilegar uppskriftir.. ætla pottþétt að prufa nokkrar ;) Fínt að baka um helgar þegar maður er svona í rólegheitum og allir velkomnir í heimsókn sem geta :o)

mánudagur, nóvember 01, 2004

Þá er Helgi loksins orðin 25 ára og búinn að ná mér ;) hehehee....

Við gerðum nú ekki mikið á afmælisdaginn hans þar sem hann var svo lengi í skólanum :( En við fórum út að borða og höfðum það svo næs heima :o)

Veðrið er búið að fara svolítið kólnandi... orðið aðeins kaldara að hjóla á morgnanna og frekar freistandi að taka bara lestina... en ef maður ætlar að halda sér í einhverju formi hérna úti þá er það bara gjöra svo vel að hjóla í skólann takk fyrir....

Erum á fullu að vinna í blússu/skyrtu í skólanum... það er aðeins flóknara en pils og buxur.. en mjög gaman samt.. getum verið smá flókið að koma erminni í... hmmn...... en gekk að lokum :) Þá er bara að finna sér efni sem manni langar að gera fallega blússu úr..... hef ekki hugmynd um hvernig mig langar að gera en vonandi fæ ég eitthvað insperation í efnabúðinni.

Svo er eitt comment varðandi Danina... hvað er málið með guagamole... það eru allir með þetta... þeir setja það á venjulegt brauð, rúgbrauð.. og hytteost (kotasælu) ofan á... og auðvitað salt og pipar.... ég held að allir nema íslensku stelpurnar í skólanum borði þetta í hádeginu... ég ekki alveg skilja þetta.... kannski ég ætti bara að prufa að kaupa þetta og skella þessu á brauð ;)