mánudagur, október 25, 2004

Helgin búin og var hún bara mjög fín :)

Byrjuðum á því að fara í bíó á föstudaginn, fórum á Bourne Supremacy... okkur fannst hún svona allt í lagi... fyrri myndin var betri.

Svo á laugardaginn þá héldum við upp á afmælið okkar bara með smá kökuboði... Bakaði brúnköku (mömmu uppskrift) með hvítu kremi.... hún heppnaðist svona lala... hún leit kannski ekki alveg eins út og hjá mömmu en hún bragðaðist allavega vel :o) Herborg og Bjössi voru allavega sátt við hana ;) Við fengum þessa fínu afmælisgjöf frá þeim... karöflu og rosa flottan myntbauk.

Á sunnudeginum var svo komin tími á heimilisstörfin... reyndar gáfum við okkur tíma til að fara út að skokka... (ýkt dugleg) hlaupum að litlu hafmeyjunni og þar í kring. Alltaf jafn mikið af ferðamönnum þar, maður sér eiginlega ekki styttuna þar sem að hún er svo pínkulítil...hehehe...

Svo styttist í það að kallinn á afmæli... vúhúú....

miðvikudagur, október 20, 2004

Jæja, þá er afmælisdagurinn búinn.... isss... hvað maður er orðin eitthvað gamall :s Aldurinn er strax farinn að segja til sín, ákvað að hjóla í skólann í dag og ég var bara alveg að drepast í hnéinu... og þá hugsaði ég bara jæja.. svona er lífið víst þegar maður er orðinn 25... hí hí hí....

Afmælisdagurinn var mjög fínn. Byrjaði á því að fara í skólann og krökkunum þar fannst sko Nóa konfektið ógeðslega gott... stendur alltaf fyrir sínu ;) Síðan kom ég við í bakaríinu á leiðinni heim og keypti mér smá gott bakkelsi (ætla sko að baka afmælisköku fyrir mig og Helga um helgina ;) með hvítu kremi... of course). Borðaði allt bakkelsið með Helga sem beið heima með pakka og rauðar rósir :o) (ekki var það nú leiðinlegt) og fórum við svo út að borða á Hereford um kvöldið og fengum okkur geggjað góðar steikur með sósu, bakaðri kartöflu og alles.... ummm...

Annars vill ég þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar, alltaf gaman þegar fólk man eftir manni :o) Svo tek ég á móti kossum og knúsum þegar ég kem heim á jólunum ;) hehehee.....

laugardagur, október 16, 2004

Þá erum við mætt aftur til Köben eftir frábæra ferð til Prag :)

Prag er ekkert smá falleg borg og margt sem maður þarf að sjá og skoða. Hótelið sem við vorum á var bara fínt, stutt að fara í metroið og líka alveg í fínu göngufæri við miðbæinn. Við löbbuðum náttúrulega út um allt og maður er líka smá þreyttur í löppunum. Það var nú ekki mikið verslað þótt að það séu kristalbúðir á öllum hornum ;) Ég fékk samt smá fyrirfram pening í afmælisgjöf og keypti mér ljósan leðurjakka og þessa fínu glerskál á stofuborðið :)
Við tókum líka fullt af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna hérna til hliðar sem segja eiginlega alla ferðasöguna, endilega kíkið og skoðið það.

Hún Sigurbjörg sem vann með mér upp í Nóa var hérna í nokkra daga og ég fór að hitta hana og manninn hennar í gær. Þau komu með þennan fína pakka frá Íslandi til mín frá múttu og pabba, RISASTÓRAN nammipoka og tvo konfektkassa..... alltaf gaman að fá svona sendingu að heiman :o) Ætli maður fari ekki með annan konfektkassann í skólann á þriðjudaginn þegar maður á afmæli og bjóði fólkinu upp á þetta fína Nóa konfekt ;) þá slepp ég allavega við að fara með köku í lestina og metroið.... hehehe...

Annars er bara allt gott að frétta við erum ennþá í haustfríi fram á mánudag, erum bara að slæpast þangað til alvara lífsins hefst aftur, skóli... skóli... skóli....

fimmtudagur, október 07, 2004

Guð hvað ég var til í að vera með bíl hérna úti í dag..... lenti í þvílíkri rigningu á leiðinni heim á hjólinu... við erum sko að tala um skúr dauðans.... það var ekki þurr þráður á mér þegar ég loksins komst heim.

Annars er lítið að frétta. Erum orðin mega spennt fyrir Prag :o) Buxurnar mínar ganga bara vel sem ég er að gera í skólanum, næ vonandi að klára þær á morgun. Held ég þurfi bara að fara að setja upp gallery síðu með öllum fötunum sem ég hef hannað ;) svo fólk geti fengið að sjá hvað ég er mikill snillingur... hehehehee.....

sunnudagur, október 03, 2004

Komnar nýjar myndir af íbúðinni okkar og einhverju fleira inn á myndasíðuna hérna til hliðar.... endilega skoðið :)

laugardagur, október 02, 2004

Þá er bara vika í Prag, er orðin frekar spennt....

Kíkti aðeins á netið í dag til að skoða hvað það væri sem maður ætti nú helst að skoða þarna í Prag, sem maður hefur heyrt að sé alveg heill hellingur. Svo rakst maður nú á svona eins og 3 moll sem eru þarna nálægt manni ;) maður verður nú aðeins að kíkja í búðir þegar maður fer til útlanda... hva .... ég meina.... það er ekki hægt að sleppa því :)

Fórum í bíó í gær með Herborgu og Bjössa á myndina Termilan með Tom Hanks... hún er mjög fín, mæli alveg með henni. Hef samt aldrei áður farið í bíó hérna úti og fannst mjög fyndið að við pöntum miða á netinu og völdum sæti..... og ef þú mætir ekki tímanlega þá eru miðarnir þínir seldir....sæi þetta í anda ganga heima... og svo er ekkert hlé á myndunum hérna úti sem þýðir að maður þarf sem sagt að hlaða sig upp af poppi, kók og nammi áður en maður fer inn. En sætin voru fín og miðarnir okkar voru ekki seldir, þótt að við hefðum verið í seinni kantinum... eins og sannir Íslendingar eru víst.. hehehee....