sunnudagur, október 30, 2005

Núna er sko fullt búið að gerast síðan ég skrifaði hérna inn síðast.... ég er alltof löt við að skrifa á þetta blogg : /

Við vorum í vetrarfríi í síðustu viku og þá komu sko margir hingað til Danmerkur frá Íslandi :) Það byrjaði á því að Hilmar kom á miðvikudeginum og síðan komu Vimmi og vinir hans, mamma, Dagný, Eygló og Karen og Lena og vinkonur hennar á fimmtudeginum ;) ekki leiðinlegt að hafa svona marga til að hitta...
Við skemmtum okkur allavega mjög vel og ég held meira segja að ég hafi fengið bara ágætlega nóg af búðum í bili ;) hehe... eftir að hafa þrammað allar búðirnar með múttu og þeim... og þá er sko mikið sagt ef ég fæ nóg af því að fara í búðir ;) hehe...

Síðan var teiknivika í skólanum núna... það er alltaf gaman. Ákvað að æfa mig á að teikna á tölvuteikniborðið sem ég á, það gekk bara svona ágætlega miðað við fyrsta skipti :) Svo tekur við að sauma dragt í þessari viku... vívíví....

Linda og Stebbi eru svo að koma til okkar á föstudaginn :D:D:D og auðvitað ætlum við að skella okkur á Sálarballið sem er á laugardaginn næsta.... shitt hvað mér hlakkar til :D það verður vonandi geggjað gaman.... á nú örugglega eftir að segja ykkur eitthvað frá því... og jafnvel setja inn nokkrar myndir ;)

Talandi um myndir þá er ég nýbúin að setja inn nýjar myndir frá því að við skiluðum kjólunum okkar í skólanum... endilega kíkið á það.....

föstudagur, október 07, 2005

Sólin yfirgaf okkur ekki lengi.. er mætt aftur og það var alveg 20 stiga hiti í dag :) ekki slæmt það.. samt frekar óþæginlegt að reyna að ákveða hvernig maður á að fara klæddur út á morgnanna... það er frekar kalt á morgnanna þannig að maður þarf að fara í úlpu en svo veit maður aldrei hvernig veðrið er orðið þegar maður á svo að hjóla heim aftur ;)

Við skiluðum kjólunum okkar í dag.. það gekk bara mjög vel :D Reyndar þegar ég átti svo að fara úr honum aftur (var samt nb. búin að prufa hann margoft) að þá fór rennilásinn í einhverja flækju og við gátum ekki rennt honum niður aftur.. þannig að ég var föst í kjólnum þangað til að við náðum að spretta upp rennilásinn svo ég kæmist nú úr kjólnum aftur ;) hehehe... þetta gerðist samt sem betur fer allt saman eftir einkunnargjöfina ;) hehe...
Ég tók myndir af öllum kjólunum sem voru tilbúnir reyni að setja það inn sem allra fyrst á myndasíðuna :)

Helgi skrapp til Íslands yfir helgina þannig að ég verð bara eitthvað að dandalast hérna. Svo eigum við von á múttu og pabba aftur næsta laugardag... þá koma þau til baka frá Bangkok :) heyrði í þeim áðan og þau eru víst á einhverri geðveikri svítu á 34 hæð... vúhaa... ég væri sko meira en til í að vera þarna með þeim....