Núna er sko fullt búið að gerast síðan ég skrifaði hérna inn síðast.... ég er alltof löt við að skrifa á þetta blogg : /
Við vorum í vetrarfríi í síðustu viku og þá komu sko margir hingað til Danmerkur frá Íslandi :) Það byrjaði á því að Hilmar kom á miðvikudeginum og síðan komu Vimmi og vinir hans, mamma, Dagný, Eygló og Karen og Lena og vinkonur hennar á fimmtudeginum ;) ekki leiðinlegt að hafa svona marga til að hitta...
Við skemmtum okkur allavega mjög vel og ég held meira segja að ég hafi fengið bara ágætlega nóg af búðum í bili ;) hehe... eftir að hafa þrammað allar búðirnar með múttu og þeim... og þá er sko mikið sagt ef ég fæ nóg af því að fara í búðir ;) hehe...
Síðan var teiknivika í skólanum núna... það er alltaf gaman. Ákvað að æfa mig á að teikna á tölvuteikniborðið sem ég á, það gekk bara svona ágætlega miðað við fyrsta skipti :) Svo tekur við að sauma dragt í þessari viku... vívíví....
Linda og Stebbi eru svo að koma til okkar á föstudaginn :D:D:D og auðvitað ætlum við að skella okkur á Sálarballið sem er á laugardaginn næsta.... shitt hvað mér hlakkar til :D það verður vonandi geggjað gaman.... á nú örugglega eftir að segja ykkur eitthvað frá því... og jafnvel setja inn nokkrar myndir ;)
Talandi um myndir þá er ég nýbúin að setja inn nýjar myndir frá því að við skiluðum kjólunum okkar í skólanum... endilega kíkið á það.....
sunnudagur, október 30, 2005
Hvað er að gerast í Danmörku?
Ný MYNDASÍÐA
MYNDASÍÐA
VINIR
HelgiÞórhildur Ýr
Þóra
Íris
Cilla
Herborg
Dröfn
Maggi og Ingibjörg
Linda Dagmar
Abba
Eldri færslur
- Sólin yfirgaf okkur ekki lengi.. er mætt aftur og ...
- Rigning... rigning...rigning...Það er búið að rign...
- Haldiði að við séum ekki bara loksins búin að setj...
- Jæja, þá erum við aftur orðnir Danir....Skólinn by...
- Loksins... loksins....Búin að setja inn myndir frá...
- I´m alive ;)Þá er maður komin heim til Íslands.......
- Jæja... ég er sko engann veginn að standa mig í þe...
- Halló!Þá er eurovision búið... fór í partý í gær m...
- Jæja... haldiði að maður hafi bara ekki verið rænd...
- Í svörtum fötum eru bara helv.. fínir á balli... s...
1 Comments:
jao, jao, Vally.... du er et hit! det er nogle fine billeder du har på siden :-)
Lidt svært at finde rundt, når alt er på islandsk.....
Nina
Skrifa ummæli
<< Home