sunnudagur, janúar 29, 2006

Halló hér er ég :)

Er ekki alveg hætt að blogga.... svona næstum því en ekki alveg ;) ætla nú að reyna að fara að bæta mig eitthvað í þessu.

Annars er nú ekki mikið búið að vera að gerast hjá okkur. Arnar er búinn að vera í heimsókn núna í viku og ýmislegt búið að vera brallað á þeim tíma ;)
Skólinn gengur fínt, er að sauma jakka á Helga núna klára hann líklegast í þessari viku. Aldrei að vita hvort að maður nái kannski að gera einn á mig líka ;)

Svo er Þorrablótið hérna þann 11. febrúar og ætlum við að skella okkur á það. Það verður vonandi jafn mikið fjör og í fyrra :) Skelli vonandi inn einhverjum skemmtilegum myndum frá því kvöldið þegar að því kemur...

Ég bíð bara mest spennt eftir því að mútta komi :D hún kemur þann 13. febrúar og við höldum svo til Írisar systur þann 15. febrúar og verðum á flakki í viku, með smá viðkomu í London ;)

1 Comments:

At 9:09 e.h., Blogger Þórhildur Ýr said...

Var ekki við tölvuna þegar þú varst á msn í dag....er búin að vera með veika konu á handleggnum í allan dag :( En hvernig er það, eru ekkert nýjar myndir á leiðinni?? ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home