laugardagur, nóvember 26, 2005

Loksins.... var að setja inn nýjar myndir :)

Bæði frá því að mútta og þær voru í heimsókn í október og frá Sálarballinu ;) Það eiga samt eftir að koma fleiri myndir frá Sálarballinu... vonandi sem allra fyrst...

Allt gott að frétta héðan... skilaði dragtinni minni á föstudaginn og það gekk mjög vel :) tók einhverjar myndir set þær inn fljótlega. Helgi er í Munchen núna, fór að heimsækja Magga og þeir ætluðu að skella sér á aha tónleika og fótboltaleik... örugglega rosa stuð hjá þeim. Ég sit bara hérna heima og borða ís... umm..nammi nammi namm.... og horfa á sjónvarpið ;)
Ég bíð bara spennt eftir næstu helga þar sem að við ætlum að halda julefrokost saman í skólanum.... þá verður örugglega tjúttað aðeins ;)

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Úff... þá er sálarballið yfirstaðið.... ó mæ god.... hvað það var skemmtilegt ;) þetta er eitthvað sem enginn hefði mátt missa af :) Það var tjúttað langt fram eftir nóttu og auðvitað farnar nokkrar ferðir á barinn ;) hehe... svo er ég að vinna í því að safna saman myndum frá kvöldinu til að setja inn á myndasíðuna... það gerist vonandi fljótlega.

Annars er lítið að gerast hjá okkur núna eftir allt fjörið um síðustu helgi.... hefði nú alveg viljað hafa Lindu og co. aðeins lengur ;) við skemmtum okkur svo helv... vel saman :)
En það er nú ekki langt í næsta gest... held að pabbi hans Helga detti inn hérna um miðjan mánuðinn og svo er Arnar bróðir að spá í að kíkja eina helgi í byrjun desember :)

Jæja, best að fara og horfa á skadestuen (bráðavaktina) .... er orðin alveg húkt ;)