þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Góðan daginn.....

Jæja, frekar mikið búið að gerast síðan ég skrifaði síðast....

Kom í stutt stopp heima í júní.. eina viku.. og gerði margt skemmtilegt og hitti alla þá sem mig langaði til að hitta :) Svo fór maður á Justin Timberlake tónleika í Köben og það var sko frekar skemmtileg lífsreynsla... geggjaðir tónleikar ;)

Í byrjun júlí fór ég svo til Barcelona á sýningu með Dorte sem vinnur með mér... sýningin var mjög flott en veðrið hefði alveg mátt vera aðeins betra.. rigndi ekki en við bjuggumst bara við sól og geggjuðu veðri þar sem að við vorum þarna í júlí mánuði ;) Svo á leiðinni heim missti ég af fluginu mínu yfir til Sönderborg :/ hef aldrei áður misst af flugi og var alveg miður mín.. en SAS tók sökina á sig vegna seinkunar frá Barcelona og ég fékk annað flug um kvöldið kl hálf ellefu... frekar seint en fékk þá tækifæri til að hitta Anne-Mette vinkonu mína og borða kvöldmat með henni og svo komu nokkrir félagar hennar í heimsókn og við spiluðum spil :)
Svo var komið að annarri hátíð sem er haldin hérna árlega í Sönderborg... Ringridningsfest :D hún stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags... Það var mjög skemmtilegt... :D tjöld út um allt á stóru svæði og allskonar hljómsveitir í hverju tjaldi.. og auðvitað allir mjög fullir ;) hehe...
Þann 21. júlí átti ég að vera í sumarpartý hjá Anne-Mette og Anders í kaupmannahöfn en endaði á því að fara heim þá helgi alla leið til Íslands í brúðkaup ;) Það var mikið stuð og góð saga á bak við það ;) hí híhí.....
Síðan fékk ég einnig að upplifa hvernig það er að vera viðstödd myndatöku fyrir bæklinga sem fyrirtækið gefur út.. það var mjög skemmtilegt.. en langir dagar.... skemmtilegast var að vera viðstödd þegar teknar voru myndir af krökkunum... þá voru þau líka í fötum sem ég hafði hannað ;)

Í byrjun ágúst komu svo Anne-Metta og Anders í heimsókn til min yfir eina helgi og skemmtum við okkur vel :) kíktum yfir til Þýskalands og auðvitað á næturlífið í Sönderborg ;)
Síðan var komið að sýningunni í Bella Center í kaupmannahöfn sem fyrirtækið er með bás á.. var þar með að setja allt upp og gera þetta og hitt....
Síðustu tvær vikur fóru svo í að ferðast til London og Alicante :D Fór til London með vinnunni og var þar í tvo daga og hélt svo niður til Alicante til að hitta fjölskylduna í fjóra daga :D það var mega gaman og gott veður kom svo heim í síðustu viku og erum við að byrja á nýrri línu í vinnunni þannig að það er nóg að gera.... og sú sem vinnur á móti mér er farin í barneignarfrí :/

Jæja... þarna kom sagan yfir mitt sumar... ætla núna virkilega að reyna að vera duglegri að skrifa og setja myndir inn á nýju heimasíðuna þar sem að ég er búin að taka fullt af myndum ;)

Þangað til næst....

ADios...