laugardagur, september 08, 2007

Jæja komin helgi eina ferðina enn... ekki að það sé eitthvað slæmt... finnst tíminn bara líða alltof fljótt...


Um síðustu helgi var keppni milli fyrirtækja í kappróðri niður á höfn og vorum við með tvö lið, eitt karlalið og eitt kvenna, við unnum nú ekki fyrir róðurinn en unnum fyrir besta búninginn ;) sem þið getið séð hérna fyrir neðan ;) Síðan var hörkupartý um kvöldið og mikið fjör....


Í dag er síðan planið að kíkja á Íslendingana sem búa hérna.. það er haustfagnaður.. grill og læti í dag og partý í kvöld... langt síðan ég hef hitt þá þannig að það verður spennandi að sjá hvort að einhverjir nýir eru fluttir hingað til :)


Erum byrjuð á nýrri línu í vinnunni og þá er nóg að gera næstu tvær vikurnar... skrítið að vera ein að vinna þetta (þar sem að Dorte er farin í barneignarfrí) en gengur allavega vel eins og er... sjáum hvernig þetta verður allt í næstu viku ;)