mánudagur, febrúar 06, 2006

Jæja... þá er maður alveg komin með nóg af veðrinu hérna í Danmörku... það er búið að snjóa og snjóa... og rigna... og haglél... ogog.... Er búin að fara tvisvar út í dag og búin að blotna í fæturnar í bæði skiptin :S Svo gengur allt svo hægt fyrir sig þegar veðrið er svona... strætóarnir eru yfirfullir og spóla bara og spóla... lestarnar ganga ekki eftir áætlun og nokkrum er aflýst... úff.. held ég hafi aldrei hugsað jafn mikið um bílinn minn síðan ég flutti hingað út :(

En ég held að þetta eigi nú eitthvað að fara að skána... allavega er rigning eins og er og ég vona að sem mesti snjórinn fari bara í nótt og svo verði allt orðið betra á morgun :)

Ég er búin með jakkann hans Helga, rosa fínn :D er svo að sauma einn á mig núna.. eiginlega er það samt bara svona peysa.. eða svona jakka/peysa... tek kannski myndir á föstudaginn þegar við eigum að skila og set inn á myndasíðuna ;)

Annars bíð ég bara spennt eftir að mútta kemur í næstu viku... var að skrifa óskalista til hennar um hvað mig langaði í frá Íslandi... alltaf hægt að finna eitthvað sem er ekki til hérna ;) hehehe... (aðallega nóakropp hí hí hí....)

3 Comments:

At 4:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
[url=http://epwxtqgs.com/ivuu/xvjm.html]My homepage[/url] | [url=http://phfmoeha.com/mazw/eomw.html]Cool site[/url]

 
At 4:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
My homepage | Please visit

 
At 4:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Great work!
http://epwxtqgs.com/ivuu/xvjm.html | http://enilnagy.com/gfcb/ucsa.html

 

Skrifa ummæli

<< Home