mánudagur, nóvember 29, 2004

Jól.. jól.. jól

Núna er ég komin í massa jólaskap, við fórum nefnilega í Tívolíið á laugardaginn og það var geðveikt... allt í jólaljósum, fullt af litlum húsum og skautasvell. Það var reyndar svolítið troðið en það var samt bara stemmning ;)

Ingibjörg og Maggi voru í heimsókn um helgina, ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn. Við fórum á Louisiana safnið í Humlebæk sem var svona lala... bjóst við meira af skúlpturum og svoleiðis en þetta voru aðallega bara myndir af blómum.. sem var víst þemað í þessari sýningu. Síðan fórum við út að borða og þá komu Hildur og Gummi líka, þau voru með litla guttann sinn algjört krútt. Síðan var stefnt á djamm á laugardeginum en við urðum aðeins lengur í Tívolíinu en ætlað var og borðuðum því seinna og kvöldið fór bara frá okkur en við fengum okkur nú samt smá í glas og tjöttuðum hérna heima hjá okkur, sem var bara fínt. Á sunnudeginum röltum við um bæinn og núna er eiginlega allt opið á sunnudögum fram að jólum.... komin tími til ... það er allt svo dautt á sunnudögum, og haldiði að maður hafi bara ekki fengið sér smörrebrauð í Nyhavn.. fékk mér með paté, beikon og sveppum... umm... mjög gott

Síðan tók skólinn við í morgun... sem er ekki slæmt er að vinna í jólakjólnum mínum ;) Svo á morgun erum við að fara á Faithless tónleika... úúú.. það verður vonandi gaman :o) læt ykkur vita hvernig þeir voru....

laiter...

5 Comments:

At 12:17 f.h., Blogger Harpa said...

hehehe, var að segja JGG frá smurbrauðinu í Nyhavn og hann bara slefaði af öfund, ennþá svekktur yfir því að hafa misst af þessu! Verð bara að senda hann á Jómfrúnna ;o)

 
At 5:33 e.h., Blogger Valgerdur said...

Já, þú verður að gera það ;) Maggi sagði meira segja að skammtarnir þar væru miklu stærri þar en hérna úti ;)

 
At 10:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
[url=http://nulhffpc.com/grfz/cgzy.html]My homepage[/url] | [url=http://mpyhfvwg.com/utmx/cnls.html]Cool site[/url]

 
At 10:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
My homepage | Please visit

 
At 10:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thank you!
http://nulhffpc.com/grfz/cgzy.html | http://llziledh.com/aaqy/cylc.html

 

Skrifa ummæli

<< Home