sunnudagur, febrúar 27, 2005

Loksins komi helgi...

Vikan leið nú samt alveg nógu fljótt. Erum að gera korselett í skólanum sem er rosa gaman, mig hefur alltaf langað til að kunna að gera svoleiðis :) Svo megum við nota það í galakjólinn ef við viljum og ég ætla að nota mitt, finnst svo flott svona korselett ;) Við höldum samt ekki áfram með kjólinn í næstu viku heldur förum við í stilhistory sem mér finnst alveg komin tími til að við förum í, er samt mest hrædd um að dotta ef þetta verður bara svona endalaus fyrirlestur og svoleiðis eins og í háskólanum ;) hehe.. var nefnilega alltaf að dotta þar ;)

Annars gerðum við mest lítið um þessa helgi. Ég skellti mér í boxtíma á föstudaginn og er aðeins að finna fyrir nokkrum strengjum í dag eftir það en þetta var samt helv.. góður tími... held að ég muni halda áfram að fara í þá og þá þýðir ekkert annað en að kaupa sér svona fína hanska og dót. Var að nota það sem var til á stöðinni og hanskarnir þar lykta eins og ég veit ekki hvað....ojjjj.. og hendurnar á mér lyktuðu ennþá eftir að ég var búin að fara í sturtu.. oj bara. Fórum í Bilka í gær og keyptum nýtt hjól handa Helga þar sem að hans var stolið : / Elduðum okkur svo þessa fínu heimagerðu pizzu og horfðum á sjónvarpið það sem eftir var af kvöldinu. Helgi er svo farin upp í skóla í dag og þá bíður mín ekkert annað en að þrífa og taka til, hef ekki nennt því alla vikuna þannig að það þýðir ekkert annað en að koma sér í gang.... ætla samt að elda brúnköku á eftir ;) umm... bara svona svo manni hlakki eitthvað til þegar maður er búin með öll hreinlætisstörfin :o)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Er komin með alveg nóg af flugvélum og flugstöðvum..... en hérna kemur smá update á því sem hefur verið að gerast hjá mér síðustu daga...

Fór heim til Ísland og var þar í 5 daga og skemmti mér alveg konunglega. Byrjaði á því að fara á Nonnabita með Rakel frænku í hádeginu á föstudeginum og fór svo í pizzu- idolpartý til Lindu og Stebba um kvöldið ;) Fór svo til Karenar á laugardeginum og hún kenndi mér að setja svona fínar gel á neglurnar á mér :) og síðan bauð Arnar mér í hotwings í kvöldmat ;) Mató stelpurnar komu svo í heimsókn til mín um kvöldið og sátum við og kjöftuðum til að verða þrjú... held ég.. minnir það allavega... Þurfti svo að vakna kl 5:30 um morguninn til að sækja múttu og pabba út á völl þar sem þau voru að koma frá Minniapolis. Mánudagurinn fór svo í sund og annað skemmtileg með múttu og fékk svo klippingu og strípur hjá Dagný frænku :o) ekki slæmt að koma heim og fá svona fínt make over... nýjar neglur, klippingu og strípur.... Kvöldið fór svo í að hitta HR-stelpurnar og borðaði maður alveg á sig gat þar eins og vanalega.. glæsilegar veitingar sem Anna bauð upp á umm.. nammi nammi namm... Svaf svo bara út á þriðjudeginum og gerði mest lítið. Bræður mínir og fjölskyldur þeirra komu svo í mat um kvöldið og höfðum við það voða næs... það voru samt ekki allir voða sáttir við það að ég fékk að ráða hvað var í matinn og auðvitað valdið ég rosa góðan fiskrétt ;)

Lenti seinni partinn á miðvikudeginum í Köben, eftir þriggja tíma seinkun heima vegna veður... úff.. ekki skemmtilegt. Tók upp úr töskunni og setti niður í hana aftur því að það var verið að fara til LONDON snemma á fimmtudagsmorgninum ;)

Var mætt til LONDON um hádegið og Þóra kom og tók á móti mér á Liverpool station. Rosa gaman að hitta hana og byrjuðum við auðvitað á því að kíkja aðeins niður í bæ ;) En um kvöldið fórum við í matarboð til einnar vinkonu hennar sem er með henni í skólanum og það var mjög skemmtilegt... reyndar mjög fyndið að heyra suma tala þar, eina talaði alveg með rosalega breskum hreim.. hehe.. frekar fyndið... Við komum frekar snemma heim þar sem að Bretar eru yfirleitt ekki mjög lengi úti... klukkan var rétt orðin hálf tólf þegar þeir fóru að tala um hvað klukkan væri orðin rosalega margt og að þeir þyrftu að fara að koma sér heim :) hehe... Á föstudeginum komu svo stelpurnar, Þórhildur, Harpa og Hildur og þegar búið var að tjekka sig inn á hótelið þá var sko haldið beinustu leið niður á Oxford street ;) að versla að sjálfsögðu hehe... Laugardagurinn fór svo í meira verslunardæmi og endaði með því að fíni kvöldmaturinn sem við ætluðum að borða áður en við færum á Saturday night sýninguna fór eiginlega út um þúfur.. enduðum á því að borða salat og hvítlauksbrauð áður en við hlupum út af staðnum til að ná sýningunni hehe... svona er það þegar það eru bara stelpur saman í útlöndum.. gleymum okkur alveg í verslununum.... ;) Stelpurnar fóru bara snemma heim um kvöldið eftir sýninguna en ég og Þóra ákváðum að skella okkur á pöpparölt með Arnari bróður... hann var einmitt staddur í London um helgina með vinnunni sinni... við skemmtum okkur konunglega, fundum einhvern bar sem var með live tónlist og seldi uppáhaldsbjórinn hans Arnars ;) Eftir það röltuðum við um Soho og kínahverfið sem var mjög gaman að sjá. Á síðasta deginum, sunnudeginum, ákvað ég svo að gerast túristi með Þóru og fór hún með mig að sjá helstu staðina í London... eins og Buckingham höllina, Big Ben og margt fleira. Fórum líka í Eye of London sem er risa parisarhjól þar sem er útsýni yfir næstum alla London... kannski ekki alveg en svona næstum því ;)

Svo er maður bara komin heim núna í gömlu rútínuna... skóli... æfing... elda kvöldmat... sofa... sem er svo sem ágætt eftir svona langt og skemmtilegt ferðalag :)

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Er á leiðinni heim til Íslands :)

Vúhúúú... ætla að skreppa aðeins heim á klakann... kem á fimmtudaginn og verð 5 daga ;)

Hlakka til að hitta sem flesta......


Vorum á Þorrablóti í gær og það var rosa gaman. Fórum fyrst út að borða, okkur langaði ekki beinlínis í hrútspunga og læti þannig ;) fórum bara á tælenskan stað og skelltum okkur svo á ballið sem var eftir matinn þar sem Á móti sól var að spila.... svaka stuð. Hitti marga sem ég hafði ekki hugmynd um að væru staddir hérna úti í Köben. Síðan er bara afslöppun í gangi í dag, ætla að reyna að byrja að teikna niður einhverjar hugmyndir af galakjólum sem er næst á dagskrá í skólanum hjá mér. Ég skilaði einmitt kápunni minni á föstudaginn og fékk bara mjög góða einkunn fyrir hana :) ég er meira segja bara mjög ánægð með hana, heppnaðist bara vel...

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

ummm... vorum að blanda okkur smoothies-drykk í nýja blendernum okkar.. ofsa góður ;)

Helgin var bara fín, byrjuðum á því að horfa á handboltann á föstudaginn með Hebbu og Bjössa og enduðum á Hard Rock :) Svo var aðeins kíkt á útsölurnar á laugardeginum... keypti mér meira segja eina skó.. kostuðu aðeins 150 dkk.. geri aðrir betur ;) Ég og Helgi borðuðum svo algjörlega yfir okkur um kvöldið og sátum þar af leiðandi bara eins og klessur í sófanum...hehe..
Fórum svo í pönnsuveislu upp til Hebbu og Bjössa á sunnudeginum sem var fínn endir á þessari ágætis áthelgi ;)

Frakkinn gengur bara ágætlega... mjög gaman að prufa að vinna með skinn og svoleiðis.. en það tekur þá auðvitað aðeins meiri tíma en ég held að ég nái nú alveg að klára fyrir föstudaginn svo að það er í lagi.

Heyrði í múttu og pabba áðan... þau voru bara mega hress í USA og á leiðinni upp í fjöll á snjósleða.. buhuuu.. mig langar svo að vera með þeim þarna úti :( En mútta ætlaði kannski að kaupa fyrir mig smá glaðning í Victorias secret ;) hí hí hí.....