laugardagur, mars 26, 2005

Vorum að klára að versla fyrir páskamatinn með Herborgu og Bjössa. Þau voru með þennan rosa kakka í láni frá vini sínum og vorum við algjörir töffarar á rúntinum ;) Ég og Herborg skruppum síðan aðeins í Det Bla Pakhus og það var nú aðeins meira drasl á þeim markaði en við áttum von á náðum samt að versla aðeins... keyptum okkur segul á ísskápinn... allskonar fígúrur ;)

Svo þýddi ekkert annað en að gera þennan umtalaða Malibu-ís og hann var ekkert smá bragðgóður allavega svona ófrystur ;) við bíðum frekar spenntar eftir því að smakka hann á morgun. Þetta verður bara hin fínasta veisla hjá okkur.... svona hljómar matseðillinn:

Forréttur:
Ristað brauð með graflaxi og sósu

Aðalréttur:
Nautalund með bakaðri kartöflu, salati og sósu

Eftirréttur:
Malibu-ís með ferskum ananas og kókos.....

Segiði mér að þetta hljómi ekki vel ;)

Bjarki er síðan komin til okkar í heimsókn og ætlar að skemmta okkur yfir páskana :o)

miðvikudagur, mars 23, 2005

Hér er ég :o)

Já, ég er ennþá á lífi ;) Síðustu tvö skipti sem ég hef ætlað að logga mig inn og skrifa eitthvað hérna þá hef ég ekki komist inn... þannig að það er mín afsökun á því hvað það er langt síðan að ég hef skrifað :)

Íris systir og Daniel maðurinn hennar voru í heimsókn hjá okkur yfir helgina, komu á fimmtudaginn og fóru í gær. Mjög gaman að hafa þau í heimsókn og löbbuðum við alveg af okkur lappirnar held ég.....

Við erum bara í rólegheitum hérna núna, erum bæði í páskafríi. Bjarki er að spá í að kíkja til okkar á laugardaginn og planið er svo að elda saman páskamat með Bjössa og Herborgu á sunnudaginn :) ummm.. hlakka til að borða góðan mat... og sérstaklega ef við gerum þennan margrædda Malibu-ís ;) eitthvað fyrir mig....

Annars er stefnan tekin á að reyna að sauma eins og eitt stykki jakkapeysu í páskafríinu... og þá er ekki seinna vænna en að byrja á morgun :/

sunnudagur, mars 06, 2005

Þá er komin enn ein helgina, ekki er maður nú búin að gera mikið, aðallega fara á æfingu og þrífa þvott ;) En við fórum í gær í mat til Jóa og Rakelar það var rosa fínt og mikið stuð, þau fluttu hingað út bara núna eftir áramótin, alltaf gaman að hitta einhverja nýja Íslendinga hérna úti :o)

Svo í kvöld á að gera smá tilraun og reyna að elda í fyrsta skipti heilan kjúkling með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu... umm.. nammi nammi namm... vona að það heppnist ;)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Jæja stelpur, þá eru komnar myndir frá London inn á myndasíðuna :o)