fimmtudagur, júní 09, 2005

Jæja... ég er sko engann veginn að standa mig í þessum blogg-málum.. hmmm....

En allt gengur vel hjá okkur :) erum á fullu í prófverkefnum bæði tvö.. Helgi situr fastur fyrir framan tölvuna og ég sit fyrir framan saumavélina ;) hehe...

Við fórum um síðustu helgi til Árósa að heimsækja bræður mína, það var rosa gaman, fengum reyndar ekkert sérstakt veður en við létum það ekki stoppa okkur í að fara í hina ýmsu skemmtigarða ;) Kuldinn var það eina sem var að bögga okkur en við reyndum bara að ganga það af okkur eða hrista það af okkur í nokkrum tækjum ;) hehe...

Síðan er planið að þau koma öll hingað á morgun, heil 7 stykki, og gista hjá okkur eina nótt... já já... það verður þröngt um manninn en eins og sagt er þröngt mega sáttir sitja... eða sofa :o)