laugardagur, desember 10, 2005

Fullt af nýjum myndum :)

Er búin að vera svo öflug í að setja inn myndir í dag á myndasíðuna okkar... sumt er frá því í sumar... en betra er seint en aldrei ;)

Jólin eru að nálgast... úff.. ég er eiginlega ekki að trúa því að það séu bara tvær vikur í jólin : / En við fórum í dag að versla jólagjafir :) ákváðum að skella okkur í Lyngby Storcenter í staðinn fyrir að fara í alla öngþveitina hérna í bænum. Það gekk bara vel og vona ég að allir verði rosa ánægðir með gjafirnar sínar :D Síðan á maður bara eftir að skrifa jólakortin og pakka fyrir heimferðina. Það verður frekar mikið að gera hjá okkur í vikunni, Helgi er að klára eitthvað verkefni og ég á að sauma korselettu og jakka yfir á einni viku : / shit... veit ekki alveg hvernig við eigum að meika það á einni viku en maður ætlar að reyna sitt besta :)

Það var rosa gaman á julefrokost dæminu sem ég fór á síðustu helgi með skólanum. Ég var að setja inn myndir frá kvöldinu... endilega kíkið á þær :)