sunnudagur, maí 22, 2005

Halló!

Þá er eurovision búið... fór í partý í gær með Örnu Rut og Guðrúnu Mörtu ásamt fleiri stelpum.. þar var rosa fjör og hörku keppni í gangi um hver myndi vinna eurovision. Mitt lið og Örnu lið giskuðu bæði á Grikkland og þá varð að hafa frammistöðukeppni til að ákveða hver myndi vinna... hehe.. þau tóku Gleðibankann og við tókum Palla... þetta voru alveg glæst mouve hjá báðum hópunum.. hehe.. eins og ég segi hörku stuð á þessum bæ :o)

Annars er helgin bara búin að vera róleg, sumarið er komið og veðrið er búið að vera rosa gott... mér finnst samt frekar óþæginlegar þessar þrumur sem eru núna stundum út af hitaskúrum og læti.. eitthvað óvanur þessu en þetta hlýtur að venjast ;) Vöknuðum einmitt við massa þrumur í morgun.. :S

Síðan er bara vika í að bræður mínir koma.. jibbííí... hlakka svo mikið til :o)

En jæja.. ætla að fara að kíkja á dagatalið og reyna að skipuleggja þessa vikur sem ég hef til að gera prófverkefnið mitt sem hefst á morgun....

sunnudagur, maí 15, 2005

Jæja... haldiði að maður hafi bara ekki verið rændur í vikunni... og það í skólanum :( Alveg glatað.... djöf.. .andsk...helv... en maður getur víst ekki látið það buga sig núna þegar próftörnin er að koma... life goes on...

Annars er lítið annað að frétta, búið að vera fínt veður núna síðustu daga... meira segja sólbaðsveður í dag... er búin að sitja úti á teppi meirihlutann í dag og hafa það næs :o) Helgi er rosa upptekinn í verkefni í skólanum eins og vanalega.. sé hann ekki mikið þessa dagana :( en við ætlum nú að elda okkur eitthvað gott í kvöld.. grilla BBQ kjúlla umm... gott gott...

Svo styttist í það að bræður mínir koma hingað og verða í sumarhúsi.. reyndar svolítið langt frá okkur en við ætlum að reyna að kíkja í heimsókn til þeirra... það verður rosa gaman.. að fara í smá ferðalag ;)

sunnudagur, maí 08, 2005

Í svörtum fötum eru bara helv.. fínir á balli... skemmtum okkar allavega alveg konunglega :) Hittumst og borðuðum pizzu og blöndðuðum sex on the beach bollu sem var rosaleg... og skelltum okkur svo á ballið og dönsuðum alveg fram eftir nóttu.... heilsan er líka ekki sú albesta í dag en þetta er allt að koma... : /

Lentum reyndar í frekar fyndnu atviki á leiðinni á ballið... leigubílinn kemur keyrandi að og það er kona sem er að keyra hann... allt í lagi með það.. nema hún var svona frekar súr á svipin og við setjumst bara inn og höldum áfram að tala og skemmta okkur og þá segir hún: þurfið þið að hafa svona mikið læti?!?!?! og við bara horfðum á hana og hugsuðum.. bíddu erum við ekki að borga fyrir farið eða?!?! Við þurftum náttúrulega aðeins að pirra hana meira og höfðu því aðeins meiri læti eftir þetta ;) hehehe.. en þá tók hún sig bara til og botnaði græjurnar í bílnum.. og það með einhverri heavy tecnótónlist... BAMM..BAMM...BAMMMBAMMM.... við dóum bara út hlátri og svo neitaði hún að lækka þangað til að ég var búin að fá nóg og lækkaði bara sjálf og þá auðvitað fékk ég hornauga dauðans... hehehe... sem sagt þjónustan hérna í Danmörku er alveg rosaleg.. eiginlega alveg sama hvert þú ferð ;)

Tók einhverjar myndir sem vonandi koma inn fljótlega... á reyndar eftir að ritskoða þær.. hehe...

laugardagur, maí 07, 2005

Haldiði að maður ætli ekki bara að skella sér á alvöru sveitaball hérna í Köben :) Hljómsveitin Í svörtum fötum er að spila hérna úti og ég held að maður geti nú bara ekki annað en farið ;) Við ætlum að fara nokkrar íslenskar stelpur saman... já já.. smá stelpudjamm ;) Helgi er svo upptekin við verkefnaskil þannig að ég verð að skilja hann eftir heima :( En þetta verður vonandi mikið stuð... ætlum að hittast hjá einni og borða saman og jafnvel blanda eitt stykki bollu svo þetta verði nú ekta stelpupartý ;) hehe...

Tek örugglega myndavélina með og hver veit nema það komi inn einhverjar skemmtilegar myndir eftir nokkra daga ;)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Loksins... loksins... komnar inn nýjar myndir frá árshátíðinni :)

sunnudagur, maí 01, 2005

Það var rosa stuð á árshátíðinni :)

Byrjuðum á því að hittast nokkur heima hjá Svenna sem er með Helga í skólanum og þar var grillað og fengið sér smá í glas. Síðan var lagt af stað upp í Lyngby, sem var sko alveg ágætis ferðalag, en sem betur fer voru allir með bjór í farteskinu og auðvitað létum við eina eplasnafs ganga á milli svo það myndi nú ekki fara að renna af fólki á leiðinni á ballið... hehehe.... Þetta leiddi samt til þess að margir voru í spreng og er það nú aðeins verra fyrir stelpurnar heldur en strákana.... þið vitið hvað ég meina ;)
En við komumst á ballið og skemmtum okkur alveg konunglega, tókum alveg góða sveiflu á gólfinu ;) þökk sé Jón Auðunni dansmeistara... hehehe.... ég ætla að reyna að setja inn myndir frá árshátíðinni í kvöld ;)

Gerðum síðan mest lítið í gær, Helgi þurfti að fara í skólann og vinna í einhverju verkefni og ég skellti mér á svona design dæmi í Forum..... þetta minnir mann svona á dæmið þarna í Perlunni þar sem allskonar merkjavara er á lægra verði... alltaf gaman að róta í einhverju svoleiðis og skoða :)