fimmtudagur, september 29, 2005

Rigning... rigning...rigning...

Það er búið að rigna alveg ágætlega í dag... ekkert sérlega skemmtilegt... annars er bara gott að frétta af okkur. Eigum von á múttu og pabba á þriðjudaginn, þau eru að stoppa hérna í eina nótt á leiðinni til Bangkok og svo stoppa þau reyndar aftur á bakaleiðinni :)

Svo hringdi Linda vinkona í mig áðan og sagði mér þær frábæru fréttir að hún og Stebbi ætla að koma hingað út í byrjun nóv. þegar Sálin heldur útgáfutónleika hér :) vívíví.... gaman gaman... get ekki beðið eftir að fara á Sálarball.. það verður bara gaman ;)

Við erum síðan að fara yfir til Svíþjóðar á laugardaginn... nokkrir krakkar ætla að hittast þar og skoða bæinn og nætulífið... tökum síðan bara lestina til baka um nóttina... hentugar þessar lestar ;)

Það gengur bara fínt í skólanum, eigum að skila kjólnum á föstudaginn í næstu viku... held að maður eigi nú alveg eftir að meika það...

Jæja, er farin að horfa á imbann...

miðvikudagur, september 14, 2005

Haldiði að við séum ekki bara loksins búin að setja inn nokkrar myndir frá Tyrklandi :)

Annars lítið að frétta... allt gengur sinn vanagang... Nema í gær þá var ég að þrífa þvott og viti menn þá virkaði þurrkarinn bara ekki :( og við erum nýbúin að fá nýjan húsvörð hérna í húsið og ég reyndi að hringja í hann (var reyndar ekki alveg viss um hvort að ég væri með rétt númer) en hann svaraði ekki. Það endaði náttúrulega með því að það var blautur þvottur út um alla íbúð... ekki skemmtilegt... Svo förum við bara að sofa og vöknum við það að síminn minn er að hringja.. klukkan sjö um morguninn... ég svara honum svona hálfsofandi og viti menn þá er það nýi húsvörðurinn að athuga hvað það væri sem ég vildi í gær.... HALLÓ... hver hringir klukkan sjö að morgni til að tala við mann..... og shitt hvað ég skildi hann ekki neitt og ég eitthvað að reyna að blaðra dönsku hálfsofandi...hehehe..... en sem betur fer skildi hann mig að lokum og sagðist ætla að kíkja á þurrkarann í dag :) Ég held samt að ég hafi símann minn bara á silent héðan í frá ;) aldrei að vita klukkan hvað danir hringja í mann....

miðvikudagur, september 07, 2005

Jæja, þá erum við aftur orðnir Danir....

Skólinn byrjaður á fullu hjá okkur báðum og nóg að gera :)

Mamma hans Helga er í heimsókn hjá okkur núna og verður þangað til á föstudaginn. Við sjáum nú ekki mikið af henni þar sem að hún er á einhverri ráðstefnu hérna og það er alltaf nóg að gerast allan daginn og á kvöldin ;)

Veðrið er búin að vera rosa fínt hjá okkur, ekki alveg jafn heitt og það var í Tyrklandi ;) en mjög hlýtt og gott. Annars var Tyrklandsferðin mjög skemmtileg.... allavega þangað til að allir fengu í magann og urðu frekar slappir ;) hehe... Við setjum örugglega inn myndir fljótlega...